Rétt handan við hornið

Í verk­efninu skoða nemendur hvernig mann­rétt­indi birtast í daglegu lífi.

Markmið

  • Að nemendur öðlist skilning á því hvernig mann­rétt­indi eru órjúf­an­legur hluti daglegs lífs
  • Að nemendur kynni sér Mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ingu Sameinuðu þjóð­anna, geti rætt hana við samnem­endur og greint út frá götu­mynd þau rétt­indi sem fólk nýtur, rétt­indi sem fólki er neitað um og rétt­indi sem fólk krefst

Undirbúningur

  • Skjáv­arpi
  • Eintök af Mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ingu Sameinuðu þjóð­anna
  • Eintök af mynd­inni Rétt handan við hornið
  • Verk­efna­lýsing
  • Post-it-miðar (20 stk. fyrir hvern hóp)

Kveikja

Mynd­inni Rétt handan við hornið er varpað upp á skjá. Útskýrt er fyrir nemendum að myndin sýni daglegt líf og mann­rétt­indi, að á henni sé fólk sem njóti rétt­inda, fólk sem er neitað um rétt­indi og fólk sem krefst rétt­inda sinna. Nemendur eru síðan beðnir að setja sig í spor mann­rétt­inda­spæjara og eftir­far­andi spurn­ingum er varpað til nemenda til að hefja umræðu:

  • Hverju takið þið eftir á mynd­inni?
  • Hvar gæti þessi gata verið?
  • Er eitt­hvað á mynd­inni sem kemur ykkur á óvart? Ef já, þá hvað og af hverju?
  • Hvers konar fjöl­skylda gæti staðið við skólann?
  • Hvað er í gangi fyrir utan sjoppuna? Takið eftir stráknum sem hleypur í burtu og konunni sem stendur í dyrunum.
  • Hvernig tengjast bygg­ing­arnar í götunni mann­rétt­indum?
  • Hvað er stelpan við póst­kassann að gera?

Framkvæmd

Að loknum umræðum er bekknum skipt upp í 4-5 manna hópa. Allir hópar fá eintak af mynd­inni Rétt handan við hornið eða myndin á skjáv­ar­p­anum nýtt. Þá fá allir hópar stytta útgáfu af Mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ingu Sameinuðu þjóð­anna og límmiða í þremur litum.

Hóparnir skoða nú myndina og finna aðstæður/atburði sem tengjast mann­rétt­indum. Nemendur þurfa að merkja aðstæð­urnar með viðeig­andi límmiðum:

  • Gulur límmiði = Rétt­indi sem fólki er neitað um
  • Bleikur límmiði = Rétt­indi sem fólk nýtur
  • Grænn límmiði = Rétt­indi sem fólk krefst

 

Á hvern límmiða eiga nemendur að skrifa númer þeirrar greinar Mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ingar Sameinuðu þjóð­anna sem við á. Athugið að stundum geta fleiri en ein grein átt við. Það eru að minnsta kosti 30 mismun­andi aðstæður/atburðir á mynd­inni sem tengjast mann­rétt­indum.

Ef æfingin er gerð með yngri börnum, nú eða til að spara tíma, er hægt að fram­kvæma þessa æfingu munn­lega með öllum hópnum. Nemendur fá þá eintak af Mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ingu Sameinuðu þjóð­anna, lesa yfir hana og bera svo saman við myndina Rétt handan við hornið.

Einnig er hægt að nota Barna­sátt­mála Sameinuðu þjóð­anna í stað mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ing­ar­innar en greinar hans má einnig finna á mynd­inni.

Lengd 40-60 mínútur Aldur Allir aldurshópar