Í verkefninu skoða nemendur hvernig mannréttindi birtast í daglegu lífi.
Myndinni Rétt handan við hornið er varpað upp á skjá. Útskýrt er fyrir nemendum að myndin sýni daglegt líf og mannréttindi, að á henni sé fólk sem njóti réttinda, fólk sem er neitað um réttindi og fólk sem krefst réttinda sinna. Nemendur eru síðan beðnir að setja sig í spor mannréttindaspæjara og eftirfarandi spurningum er varpað til nemenda til að hefja umræðu:
Að loknum umræðum er bekknum skipt upp í 4-5 manna hópa. Allir hópar fá eintak af myndinni Rétt handan við hornið eða myndin á skjávarpanum nýtt. Þá fá allir hópar stytta útgáfu af Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og límmiða í þremur litum.
Hóparnir skoða nú myndina og finna aðstæður/atburði sem tengjast mannréttindum. Nemendur þurfa að merkja aðstæðurnar með viðeigandi límmiðum:
Á hvern límmiða eiga nemendur að skrifa númer þeirrar greinar Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna sem við á. Athugið að stundum geta fleiri en ein grein átt við. Það eru að minnsta kosti 30 mismunandi aðstæður/atburðir á myndinni sem tengjast mannréttindum.
Ef æfingin er gerð með yngri börnum, nú eða til að spara tíma, er hægt að framkvæma þessa æfingu munnlega með öllum hópnum. Nemendur fá þá eintak af Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, lesa yfir hana og bera svo saman við myndina Rétt handan við hornið.
Einnig er hægt að nota Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í stað mannréttindayfirlýsingarinnar en greinar hans má einnig finna á myndinni.
Lengd 40-60 mínútur Aldur Allir aldurshópar
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu