SMS

Bandaríkin: Stöðva verður aðskilnað fjölskyldna sem leita að öryggi

Í febrúar 2025 ákærðu yfirvöld í Texas Cesar og Noreliu frá Venesúela fyrir „ólöglega” komu til landsins árið 2022. Síðan þá hafa þau verið handtekin ólöglega tvisvar af yfirvöldum og aðskilin frá börnum sínum þrátt fyrir það að fjölskyldan sé með gilda tímabundna vernd (e. TPS) og umsókn um alþjóðlega vernd í vinnslu. Í bæði skiptin hefur alríkisdómari leyst þau úr haldi en yfirvöld í Texas hafa ekki fellt niður ákærur á hendur þeim.

Fréttir

Ungverjaland: Handtakið og framseljið forsætisráðherra Ísraels til Alþjóðlega sakamáladómstólsins 

Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands hefur boðið Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael í heimsókn til Ungverjalands á næstum dögum í byrjun apríl. Í nóvember 2024 gaf Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn út handtökuskipun á hendur Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael á grundvelli ákæra um stríðsglæpi og glæpi gegn mannúð.  

SMS

Bandaríkin: Palestínskur aðgerðasinni sætir geðþótta­varð­haldi

Innflytj­enda­yf­ir­völd Banda­ríkj­anna hand­tóku Mahmoud Khalil ólög­lega og sætir hann nú geðþótta­varð­haldi. Hann er palestínskur aðgerðasinni sem nýlega lauk námi við Columbia-háskólann. Hann er með ótíma­bundið dval­ar­leyfi í Banda­ríkj­unum.

Fréttir

Loftárásir Ísraels drepa yfir 400 Palestínubúa á Gaza

Þegar árásir Ísraels hófust á ný var líf þeirra 24 ísraelskra gísla sem enn eru í haldi og taldir vera á lífi sett í hættu. Þetta er einnig grimmilegt áfall fyrir gísla og palestínska fanga sem og fjölskyldur þeirra. Við minnum alla aðila á að leysa þarf úr haldi alla gísla og Palestínubúa sem hafa verið handteknir að geðþótta.“

SMS

Kasakstan: Háðsádeilubloggari handtekinn fyrir færslu

Bloggarinn, rithöfundurinn og stofnandi háðsádeilusíðunnar Qaznews24 á Instagram, Temirlan Ensebek, var handtekinn þann 17. janúar og ákærður fyrir að „hvetja til ágreinings milli þjóðernishópa“ vegna færslu á Instagram-síðunni.

Tilkynning

Aðalfundur: Ný stjórn Íslandsdeildarinnar 2025

Aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International var haldinn 6. mars síðastliðinn. Að venju var ársskýrsla deildarinnar flutt, fjárhagur og ársreikningar kynnt og samþykkt á fundinum.

SMS

Úkraína: Leikskólakennari í haldi Rússa

Olha Baranevska, leikskólakennari á eftirlaunum frá borginni Melitopol í Úkraínu sem hefur opinberlega stutt Úkraínu, neitaði að halda aftur til vinnu eftir hernám Rússlands í febrúar 2022. Hún var numin á brott af heimili sínu í maí 2024 af rússneskum hernámsyfirvöldum og hefur að sögn sætt pyndingum.

Andartak – sæki fleiri fréttir.