SMS

Bandaríkin: Stöðva verður aðskilnað fjölskyldna sem leita að öryggi
Í febrúar 2025 ákærðu yfirvöld í Texas Cesar og Noreliu frá Venesúela fyrir „ólöglega” komu til landsins árið 2022. Síðan þá hafa þau verið handtekin ólöglega tvisvar af yfirvöldum og aðskilin frá börnum sínum þrátt fyrir það að fjölskyldan sé með gilda tímabundna vernd (e. TPS) og umsókn um alþjóðlega vernd í vinnslu. Í bæði skiptin hefur alríkisdómari leyst þau úr haldi en yfirvöld í Texas hafa ekki fellt niður ákærur á hendur þeim.