Í æfingunni setja nemendur sig í mismunandi hlutverk og deila reynslu sinni af mannréttindabrotum.
1. Nemendum er skipt í litla hópa og hver hópur fær eintak af útprentaðri töflu .
2. Nemendur eru beðnir að deila reynslu sinni af atvikum þar sem mannréttindabrot voru framin:
Líklegt er að nemendum liggi mikið á hjarta og vilji deila ýmsum sögum. Gott er að taka ígrundun með öllum bekknum í lokin. Nemendur eru beðnir að deila sögum með öllum bekknum og síðan er hægt að ræða málin í heild. Tilvalið er að spyrja nemendur eftirfarandi spurninga:
Gagnlegt er að leggja áherslu á að við finnum okkur í öllum fjórum hlutverkunum einhvern tímann á lífsleiðinni og eflaust oftar en við gerum okkur grein fyrir.
Í lokin er gott að spyrja nemendur hvaða eiginleika sá sem grípur til aðgerða, ver og verndar réttindi annarra þarf að búa yfir. Hægt er að safna svörunum upp á töflu eða bæta við verkefnið og fá nemendur til að útbúa plaköt til að hengja upp í skólastofunni. Slík plaköt gætu gert nemendur meðvitaðri og hvatt þá til að grípa til aðgerða næst þegar þeir verða vitni að mannréttindabrotum.
Lengd 30 mínútur Aldur Allir aldurshópar
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu