Dauðarefsingu hefur ekki verið beitt á Sri Lanka í 43 ár en fréttir herma að forseti landsins Maithripala Sirisena sé að leggja drög að aftökum fanga á dauðadeild. Algjör leynd ríkir yfir því hvaða einstaklinga á að taka af lífi og engum upplýsingum um mál þeirra hefur verið deilt með almenningi. Ekki er vitað hvort þessir einstaklingar hafi hlotið sanngjörn réttarhöld, haft aðgang að lögfræðingum eða átt kost á náðunaráfrýjun. Síðasta aftakan sem átti sér stað á Sri Lanka var árið 1976. Árið 2019 má ekki vera árið sem við sjáum slíka afturför eiga sér stað!
Góð frétt: Amnesty International náði þeim árangri að stöðva tímabundið fyrstu aftökur í Sri Lanka í 43 ár með fjölmiðlaathygli, stuðningi við mótmæli og þrýstingi á stjórnvöld.
Talið er að stjórnvöld landsins hyggist beita dauðarefsingunni gegn vímuefnatengdri glæpastarfsemi. Ef dauðrefsingunni verður beitt á Sri Lanka brýtur það í bága við alþjóðalög og viðmið og getur hún bitnað á þeim sem ekki hafa fengið sanngjörn réttarhöld eða hafa veikt félagslegt og fjárhagslegt bakland.
Engar sannanir eru fyrir því að beiting dauðarefsingar muni stöðva vímuefnatengda glæpi. Nokkur lönd sem beitt hafa henni á síðustu árum, þar með talin lönd á borð við Íran og Malasíu, viðurkenna að hún sé refsiaðferð sem virkar ekki gegn vímuefnatengdum glæpum.
Ósanngjörn málsmeðferð í réttarkerfinu er ekki afturkræf. Þessi refsing er endanleg, mistök eru óbætanleg og geta þýtt að saklausir einstaklingar hljóti þessi örlög.
Skrifaðu undir ákallið strax og þrýstu á forseta Sri Lanka að hverfa frá þeirri ákvörðun að beita dauðarefsingunni!