Fidel Zavala, talsmaður mannréttindasamtakanna UNIDEHC, hefur leikið lykilhlutverk í að ljóstra upp um mannréttindabrot innan varðhaldsstöðva í El Salvador. Árið 2024 lagði hann fram formlega kvörtun gegn fangelsisyfirvöldum, þar á meðal gegn fangelsismálastjóranum Osiris Luna, vegna pyndinga og annarra brota sem framin voru í yfirlýstu neyðarástandi.
Þann 25. febrúar 2025 var Fidel Zavala handtekinn af yfirvöldum í El Salvador og settur í geðþóttavarðhald eftir áhlaup yfirvalda sem fól í sér húsleit í höfuðstöðvum UNIDEHC og á heimili lögfræðingsins Ivania Cruz, sem er framkvæmdastjóra samtakanna. Einnig voru yfir tuttugu samfélagsleiðtogar frá La Floresta handteknir. Varðhald Zavala vekur þungar áhyggjur, þar sem hann hefur bæði borið vitni um og opinberað pyndingar í varðhaldsstöðvum.
Núverandi ástand í El Salvador sýnir óhugnanlega aukningu þöggunartilburða gegn gagnrýnisröddum og gegndarlausa aðför að borgaralegu rými, sem stofnar starfi mannréttindafrömuða í hættu og viðleitni þeirra til að byggja upp réttlátt og aðgengilegt samfélag.
Skrifaðu undir ákall um að yfirvöld í El Salvador verndi líkamlega og andlega heilsu Fidel Zavala og annarra fanga. Krefstu þess að þeir fái sanngjörn réttarhöld og að þeim sé tryggð réttlát málsmeðferð.