Að svara eftirspurn heimsins eftir kopar og kóbalti er íbúum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó dýrkeypt. Þeir eru beittir þvinguðum brottflutningum og ofbeldi ásamt því að heimili þeirra eru eyðilögð. Skrifaðu undir ákall um að Tshisekedi forseti stöðvi þvingaða brottflutninga og mannréttindabrot í grennd við kopar- og kóbaltnámur.
Loftslagsváin hefur í för með sér aðkallandi þörf fyrir nýja orkugjafa og að horfið sé frá notkun jarðefnaeldsneytis. Rafhlöður leika stórt hlutverk í orkuskiptunum. En þó um sé að ræða kaflaskil á heimsvísu má fórnarkostnaðurinn ekki liggja hjá fólki og umhverfinu.
Lestu meira um loftlagsbreytingar og mannréttindi hér.
Stór hluti kopar- og kóbaltvinnslu heimsins (frumefno sem notuð eru í liþíumrafhlöður) fer fram í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Þetta eru rafhlöðurnar sem notaðar eru í snjallsíma, fartölvur, rafbíla og rafhjól og eru afar mikilvægur hluti af orkuskiptunum úr jarðefnaeldsneyti. Orkuskiptin eru þörf og það liggur á þeim.
Í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó eru landsvæði rík af jarðefnum sem er fórnað í námugröft en afleiðingarnar hafa í för með sér sláandi aukningu misbeitingar valds í héraðinu. Þúsundir einstaklinga hafa misst heimili sín og skólar, sjúkrahús og samfélög eru eyðilögð vegna útþenslu námuframkvæmda í leit að kopar og kóbalti, sérstaklega í héraðinu Kolwezi.
Þessi aukna misbeiting valds á sér stað í landi sem enn er í sárum vegna harðneskju nýlendutímans þar sem milljónir létu lífið og ógrynni auðlinda voru unnar og seldar á alþjóðlegum markaði með litlum hagnaði fyrir heimafólk.
Í heimskapphlaupinu um að tryggja aðgang að jarðefnum vegna orkuskiptana eru fyrirtæki og ríkisstjórnir enn einu sinni að forgangsraða gróðasjónarmiðum fram yfir mannréttindi.
Tshisekedi, forseti Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó, kallar landið „land loftslagslausna”. Nú er tækifærið fyrir forsetann að verða leiðandi afl í þágu loftslagsréttlætis og sýna í verki að Lýðstjórnalýðveldið Kongó geti verndað mannréttindi í orkuskiptunum.
Skrifaðu undir og krefstu þess að Tshisekedi forseti stöðvi þvingaða brottflutninga og mannréttindabrot í grennd við kopar- og kóbaltnámur.