Spánn
Pablo Hasél, spænskur rappari, var nýlega dæmdur í níu mánaða fangelsi og sektaður um 30 þúsund evrur fyrir vegsömun hryðjuverka sem og fyrir róg og níð gegn krúnunni og stjórnkerfi landsins. Dómurinn var byggður á 64 tístum og einu rapplagi. Hann er dæmdur fyrir það eitt að nýta tjáningarfrelsið sitt.
Pablo Hasél er ekki sá eini, notendur samfélagsmiðla, fjölmiðlafólk, tónlistarfólk og lögfræðingar hafa verið ákærð fyrir sömu brot á Spáni. Áhrifin eru hrikaleg fyrir einstaklinga: Háar sektir, útilokun frá opinberum vettvangi í langan tíma, fangelsisdómar og síðast ekki síst óáþreifanleg áhrif eins og sjálfsritskoðun vegna ótta við refsingu.
Hlutskipti César Strawberry, söngvara hljómsveitarinnar Def con Dos, voru svipuð. Hann var ákærður fyrir „vegsömun hryðjuverka“ fyrir nokkur tíst. Að auki var rapparinn Nyto Rukeli, meðlimur í tónlistarhópnum La Insurgencia, dæmdur fyrir sömu ákæruliði vegna lagatextans: „Jafnvel neðanjarðar verður ekki þaggað niður í mér, ekki er hægt að fangelsa listina.“ (spænska: „Ni bajo tierra me callarán, no puede encarcelarse el arte”)
Rapp er ekki glæpur. Að tísta brandara er ekki hryðjuverk. Hegningarlög eiga ekki að gera tjáningu eða listræna sköpun að glæp þar sem það brýtur gegn tjáningarfrelsinu. Óþægileg eða hneykslanleg tjáning sem telst ekki til hatursorðræðu er ekki glæpur samkvæmt alþjóðalögum.
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur gefið það út að lög um meiðyrði sem hindra eða sekta fyrir réttmæta gagnrýni á stjórnvöld eða embættisfólk brýtur gegn tjáningarfrelsinu.
Skilgreiningin í ákvæði 578 í spænskum hegningarlögum á því að „vegsama“ hryðjuverk er svo víðfeðm að spænskir borgarar eiga á hættu saksókn fyrir lögmæta tjáningu.
Ákvæði um refsingu fyrir vegsömun hryðjuverka, róg og níð gegn krúnunni og ríkisstofnunum eða fyrir að misbjóða trú eiga ekki heima í hegningarlögum sem þurfa að virða og vernda mannréttindi og vera í samræmi við alþjóðalög.
Verndaðu tjáningarfrelsið og krefstu þess að stjórnvöld á Spáni:
1) Afnemi þessi ákvæði úr hegningarlögum.
2) Felli niður allar ákærur sem eru byggðar á ákvæði 578 og leysi alla einstaklinga úr haldi sem hafa verið fangelsaðir á grundvelli þess fyrir að nýta rétt sinn til tjáningar með friðsömum hætti.
Lestu nánar um mál Césars og stöðu tjáningarfrelsisins á Spáni hér
Tengt efni
Þín undirskrift getur bjargað mannslífi
Íran
Behrouz Ehsani, 69 ára, og Mehdi Hassani, 48 ára, eiga á hættu að verða teknir af lífi eftir afar ósanngjörn réttarhöld sem stóðu yfir í aðeins fimm mínútur og var litið fram hjá ásökunum þeirra um pyndingar og aðra illa meðferð til að þvinga fram „játningu“. Skrifaðu undir ákall og krefstu þess að írönsk yfirvöld ógildi dauðadóma yfir Behrouz Ehsani og Mehdi Hassani og leysi þá úr haldi án tafar.
El Salvador
Fidel Zavala, talsmaður mannréttindasamtakanna UNIDEHC og yfir tuttugu samfélagsleiðtogar hafa verið handteknir af yfirvöldum í El Salvador. Geðþóttavarðhald Zavala vekur þungar áhyggjur, þar sem hann hefur bæði borið vitni um og opinberað pyndingar í varðhaldsstöðvum.
Rússland
Í Rússlandi eru þúsundir úkraínskra hermanna og óbreyttra borgara í haldi. Fjölskyldur stríðsfanganna fá engar upplýsingar og ná ekki sambandi við fjölskyldumeðlimi sem eru í haldi. Þær leita örvæntingafull upplýsinga um ástvini sína og fjölskyldumeðlimi. Margir fangar njóta ekki grundvallarréttinda svo sem að eiga í samskiptum við ástvini og fjölskyldur og verða fyrir ómannúðlegri meðferð eins og pyndingum, kynferðisofbeldi og er synjað um heilbrigðisþjónustu á sama tíma og heilsu þeirra hrakar. Þessi meðferð fanga telst til stríðsglæpa og glæpa gegn mannúð. Skrifaðu undir ákall um að rússnesk yfirvöld bindi enda á þessa stríðsglæpi og glæpi gegn mannúð.
Haítí
Síaukið ofbeldi glæpagengja á Haítí bitnar verst á haítískum börnum. Þau eru svipt öruggu rými til að leika sér og læra og eru neydd til að alast upp í umhverfi þar sem ótti og óvissa ráða ríkjum. Vegna áskorana hjá haítískum yfirvöldum og aðgerðaleysis alþjóðasamfélagsins hefur neyðin aukist og skapað vítahring ofbeldis og vanrækslu. Skrifaðu undir ákall til haítískra yfirvalda og krefstu verndar fyrir börn á Haítí.
Bandaríkin
Frá því að Donald Trump tók við sem forseti Bandaríkjanna þann 20. janúar, hefur hann hrint í framkvæmd ómannúðlegri stefnu gegn innflytjendum og fólki í leit að öryggi sem flúið hefur neyð. Yfirvöld í Bandaríkjunum, undir stjórn Trump, hafa beitt grimmilegum aðferðum til að vekja ótta, aðskilja og handsama fjölskyldur ásamt því að herja á aðgerðasinna.
Ekvador
Stjórnvöld í Ekvador hafa ekki framfylgt dómsúrskurði sem féll í vil níu baráttustúlkna og ungra kvenna um að binda enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum. Gasbrunar brjóta á réttindum íbúa nærliggjandi svæða vegna mengunar sem þeir valda. Skrifaðu undir ákall og krefstu þess að forseti Ekvador hrindi af stað áætlun um að stöðva notkun gasbruna (sérstaklega þeirra sem staðsettir eru 5 km frá byggð) í samræmi við dómsúrskurð, verndi mannréttindi íbúa sem búa í grennd við gasbruna, stuðli að réttlátum orkuskiptum þar sem dregið verður smám saman úr notkun jarðefnaeldsneytis.
Alþjóðlegt
Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu