Pólland

Refsað fyrir að verja rétt til þungunarrofs

Kven­rétt­inda­fröm­uð­urinn Justyna Wydrzyńska á yfir höfði sér þriggja ára fang­elsis­vist af þeirri ástæðu einni að hún styður rétt til öruggs þung­un­ar­rofs.

Það má skilja ákærur gegn Justynu sem refs­ingu fyrir baráttu hennar um að þung­un­arrof verði gert löglegt og öruggt í Póllandi.

Pólskum yfir­völdum ber að afglæpa­væða þung­un­arrof, draga til baka ákærur á hendur Justynu og láta af þögg­un­ar­til­burðum gegn aðgerða­sinnum sem berjast fyrir kyn- og frjó­sem­is­rétt­indum.

Húsleit var gerð heima hjá Justynu að fyrir­skipan saksóknara og fjöldi eigna hennar, þar á meðal öll samskipta­tæki, gerður upptækur. Saksóknara hafði borist upplýs­ingar um þátt­töku hennar við að aðstoða þungaða konu sem vildi rjúfa þungun sjálf með lyfjum sem ætluð eru til heima­notk­unar. Að rjúfa eigin þungun er ekki glæpur í Póllandi.

Justyna er ákærð fyrir að veita aðstoð við þung­un­arrof og hafa í fórum sínum ólögleg lyf í þeim tilgangi að koma þeim á markað.

Pólsk lög leyfa ekki þung­un­arrof nema þegar líf eða heilsa þungaðs einstak­lings er í hættu eða þegar þung­unin er afleiðing nauðg­unar eða sifja­spells. Lögin eru skaðleg og refsa aðilum sem fram­kvæma þung­un­arrof. Það stofnar lífi þung­aðra einstak­linga í hættu að hafa ekki aðgengi að öruggu þung­un­ar­rofi.

Justyna er doula og aðgerðasinni. Doulur eru stuðn­ings­að­ilar fyrir, í og eftir fæðingu og styðja við þarfir þung­aðra einstak­linga. Hlut­verk doula er líka að styðja skjól­stæð­inga sína í gegnum þung­un­arrof. Justyna hefur talað opin­skátt um eigin reynslu af þung­un­ar­rofi og er ein stofn­enda pólska baráttu­hópsins Abortion Dream Team, sem veitir stuðning og upplýs­ingar um þung­un­arrof. Starf baráttu­hópsins felst þar á meðal í að veita hlut­lausar og sann­reyndar upplýs­ingar um fram­kvæmd þung­un­ar­rofs heima fyrir með lyfjum og byggja á tilsögn frá Alþjóða­heil­brigð­is­stofn­un­inni.

Pólskum yfir­völdum ber að afglæpa­væða þung­un­arrof og styðja frekar en refsa mann­eskjum sem leggja sig fram við að tryggja heilsu einstak­linga sem leita eftir þung­un­ar­rofi. Aðgangur að þung­un­ar­rofi er hluti af kyn- og frjó­sem­is­rétt­indum og aðilar sem veita konum, stúlkum og fólki slíka aðstoð eiga ekki að þurfa að lifa í ótta við ákærur.

Skrifaðu undir ákallið og krefstu þess að pólsk yfir­völd dragi til baka ákærur á hendur kven­rétt­inda­fröm­uð­inum Justynu Wydrzyńska og afglæpa­væði þung­un­arrof.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Aserbaísjan

Leysið fjölmiðlafólk og aðgerðasinna úr haldi

Aðförin að borgaralegu rými í Aserbaísjan í aðdraganda COP29 hefur í för með sér að réttlæti í loftslagsmálum nái ekki fram að ganga. Skrifaðu undir og sýndu samstöðu með aðgerðasinnum og fjölmiðlafólki sem hafa hlotið refsingu fyrir að draga stjórnvöld sín til ábyrgðar.

Jemen

Leysa þarf sérfræðing í menntamálum úr geðþóttavarðhaldi

Moujib al-Mikhlafi er sérfræðingur á vegum menntamálaráðuneytis Jemen. Hann sætir geðþóttavarðhaldi og fær ekki lögfræðilega aðstoð. Heilsu hans hrakar stöðugt og fjölskylda hans hefur áhyggjur af honum. Skrifaðu undir ákall um að leysa Moujib al-Mikhlafi tafarlaust úr haldi.

Bandaríkin

Stöðva þarf vopnaflutninga til Ísraels

Rannsókn Amnesty International á vettvangi hefur leitt í ljós að vopn framleidd í Bandaríkjunum hafa verið notuð í ólögmætum árásum þar sem palestínskir borgarar hafa verið drepnir. Skrifaðu undir ákall til forseta Bandaríkjanna um að bjarga mannslífum með því að stöðva vopnaflutninga til ísraelskra yfirvalda og kalla eftir tafarlausu og varanlegu vopnahléi.

Alþjóðlegt

Stöðvum drápsvélmenni

Yfirvöld og fyrirtæki eru óðum að þróa vopn með aukinni sjálfstýringu þar sem ný tækni og gervigreind eru notuð. Slík “drápsvélmenni” gætu verið notuð í átökum, við löggæslu eða landamæravörslu. Ákvarðanir sem snúast um líf og dauða ættu ekki að vera teknar af vélmennum. Hvetjum þjóðarleiðtoga heims til samningaviðræðna um ný alþjóðalög sem varða sjálfstýringu vopna.

Simbabve

Leysið stjórnarandstæðinga úr þvinguðu haldi yfirvalda

Lögregluyfirvöld í Simbabve handtóku að geðþótta meðlimi stjórnarandstöðuhreyfingarinnar CCC (Citizens Coalition for Change), síðastliðinn 16. júní. Skrifaðu undir og krefstu þess að yfirvöld í Simbabve leysi alla 76 meðlimi CCC tafarlaust úr haldi og að felldar verði niður ákærur gegn þeim upprunnar af pólitískum ástæðum.

Ekvador

Binda þarf enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum

Stjórnvöld í Ekvador hafa ekki framfylgt dómsúrskurði sem féll í vil níu baráttustúlkna og ungra kvenna um að binda enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum. Gasbrunar brjóta á réttindum íbúa nærliggjandi svæða vegna mengunar sem þeir valda. Skrifaðu undir ákall og krefstu þess að forseti Ekvador hrindi af stað áætlun um að stöðva notkun gasbruna (sérstaklega þeirra sem staðsettir eru 5 km frá byggð) í samræmi við dómsúrskurð, verndi mannréttindi íbúa sem búa í grennd við gasbruna, stuðli að réttlátum orkuskiptum þar sem dregið verður smám saman úr notkun jarðefnaeldsneytis.

Sambía

Læknir sóttur til saka fyrir samkynhneigð

Suwilanji Situmbeko læknir var sóttur til saka fyrir samkynhneigð og dæmdur í 15 ára fangelsi ásamt erfiðisvinnu. Skrifaðu undir ákall um að Þordís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra þrýsti á sambísk stjórnvöld um að ógilda dóminn yfir Suwilanji Situmbeko og láta hann lausan tafarlaust og án skilyrða.

Sádi-Arabía

Kennari á eftirlaunum hlaut dauðadóm fyrir gagnrýni

Sérstakur sakamáladómstóll í Sádi-Arabíu dæmdi Mohammad bin Nasser al-Ghamdi, 55 ára kennara á eftirlaunum, til dauða þann 9. júlí 2023 fyrir friðsamlegar aðgerðir sínar á Twitter [nú X] og YouTube. Mohammad bin Nasser al-Ghamdi var dæmdur til dauða fyrir það eitt að nýta tjáningarfrelsið. Hann var aðeins með tíu fylgjendur á Twitter.

Sádi-Arabía

Ísland beiti sér gegn skelfilegum mannréttindabrotum í Sádi-Arabíu

Yfirvöld í Sádi-Arabíu leggja allt kapp á að þagga niður í gagnrýnisröddum í landinu. Samfélagsmiðlafærsla þar sem kallað er eftir umbótum í mannréttindamálum eða yfirvöld gagnrýnd getur ein og sér leitt til ferðabanns, fangelsisvistar svo áratugum skiptir eða jafnvel dauðadóms.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.