Íran
Hvítum blómum dreift af hlýhug, höfuðslæða fjarlægð gætilega: einföld athöfn sem Yasaman Aryani vogaði sér að standa fyrir í almenningslest í Íran. Þetta var á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 2019 og Yasaman, leikkona sem elskar fjallaklifur, storkaði þarna lögum um höfuðslæður í Íran með ögrandi gjörningi.
Góð frétt: Fangelsisdómur Yasaman og móður hennar hefur verið styttur úr 16 árum í 9 ár og 7 mánuði. Baráttunni er þó ekki lokið.
Yasaman og móðir hennar gengu hiklaust með hárið óhulið um lestarvagn einungis ætlaðan konum og dreifðu hvítum blómum meðal farþega. Yasaman talaði um framtíðarvonir sínar þegar allar konur hefðu frelsi til að velja hverju þær klæðast og þær gætu allar gengið saman „ég án höfuðslæðu og þú með höfuðslæðu“. Þessi viðburður náðist á myndband og fór á flug á internetinu í mars 2019.
Þann 10. apríl 2019 var Yasaman handtekin og henni haldið í einangrun svo dögum skipti á meðan hún var yfirheyrð. Henni var sagt að „játa“ að erlend öfl stæðu að baki aðgerðum hennar og að „iðrast“ gjörða sinna, annars yrðu vinir hennar og fjölskylda einnig handtekin. Þann 30. júlí 2019 fékk hún að vita að hún hefði verið dæmd í 16 ára fangelsi. Hún þarf að afplána að minnsta kosti tíu ár.
Hin grimmilega refsing Yasaman er þáttur í víðtækri aðför gegn konum sem berjast gegn lögum um höfuðslæðu í Íran. Frá árinu 2018 hafa tugir kvenna, þar á meðal móðir Yasaman, Monireh Arabshahi, verið handtekinn. Það má ekki viðgangast að írönsk stjórnvöld ræni Yasaman bestu árum lífs hennar vegna þess eins að hún telur að konur eigi að hafa frelsi til að velja hverju þær klæðast.
Skrifaðu undir bréfið og krefðu stjórnvöld í Íran um að leysa Yasaman án tafar úr haldi.
Tengt efni
Þín undirskrift getur bjargað mannslífi
Íran
Behrouz Ehsani, 69 ára, og Mehdi Hassani, 48 ára, eiga á hættu að verða teknir af lífi eftir afar ósanngjörn réttarhöld sem stóðu yfir í aðeins fimm mínútur og var litið fram hjá ásökunum þeirra um pyndingar og aðra illa meðferð til að þvinga fram „játningu“. Skrifaðu undir ákall og krefstu þess að írönsk yfirvöld ógildi dauðadóma yfir Behrouz Ehsani og Mehdi Hassani og leysi þá úr haldi án tafar.
El Salvador
Fidel Zavala, talsmaður mannréttindasamtakanna UNIDEHC og yfir tuttugu samfélagsleiðtogar hafa verið handteknir af yfirvöldum í El Salvador. Geðþóttavarðhald Zavala vekur þungar áhyggjur, þar sem hann hefur bæði borið vitni um og opinberað pyndingar í varðhaldsstöðvum.
Rússland
Í Rússlandi eru þúsundir úkraínskra hermanna og óbreyttra borgara í haldi. Fjölskyldur stríðsfanganna fá engar upplýsingar og ná ekki sambandi við fjölskyldumeðlimi sem eru í haldi. Þær leita örvæntingafull upplýsinga um ástvini sína og fjölskyldumeðlimi. Margir fangar njóta ekki grundvallarréttinda svo sem að eiga í samskiptum við ástvini og fjölskyldur og verða fyrir ómannúðlegri meðferð eins og pyndingum, kynferðisofbeldi og er synjað um heilbrigðisþjónustu á sama tíma og heilsu þeirra hrakar. Þessi meðferð fanga telst til stríðsglæpa og glæpa gegn mannúð. Skrifaðu undir ákall um að rússnesk yfirvöld bindi enda á þessa stríðsglæpi og glæpi gegn mannúð.
Haítí
Síaukið ofbeldi glæpagengja á Haítí bitnar verst á haítískum börnum. Þau eru svipt öruggu rými til að leika sér og læra og eru neydd til að alast upp í umhverfi þar sem ótti og óvissa ráða ríkjum. Vegna áskorana hjá haítískum yfirvöldum og aðgerðaleysis alþjóðasamfélagsins hefur neyðin aukist og skapað vítahring ofbeldis og vanrækslu. Skrifaðu undir ákall til haítískra yfirvalda og krefstu verndar fyrir börn á Haítí.
Bandaríkin
Frá því að Donald Trump tók við sem forseti Bandaríkjanna þann 20. janúar, hefur hann hrint í framkvæmd ómannúðlegri stefnu gegn innflytjendum og fólki í leit að öryggi sem flúið hefur neyð. Yfirvöld í Bandaríkjunum, undir stjórn Trump, hafa beitt grimmilegum aðferðum til að vekja ótta, aðskilja og handsama fjölskyldur ásamt því að herja á aðgerðasinna.
Ekvador
Stjórnvöld í Ekvador hafa ekki framfylgt dómsúrskurði sem féll í vil níu baráttustúlkna og ungra kvenna um að binda enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum. Gasbrunar brjóta á réttindum íbúa nærliggjandi svæða vegna mengunar sem þeir valda. Skrifaðu undir ákall og krefstu þess að forseti Ekvador hrindi af stað áætlun um að stöðva notkun gasbruna (sérstaklega þeirra sem staðsettir eru 5 km frá byggð) í samræmi við dómsúrskurð, verndi mannréttindi íbúa sem búa í grennd við gasbruna, stuðli að réttlátum orkuskiptum þar sem dregið verður smám saman úr notkun jarðefnaeldsneytis.
Alþjóðlegt
Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu