Tölur og staðreyndir árið 2021

579 aftökur í 18 löndum. 20% fjölgun frá árinu 2020 þegar fjöldinn var 483. Næst­minnsti fjöldi skráður af Amnesty Internati­onal frá árinu 2010. 

Fjöldi landa sem fram­kvæmdi aftökur er sá minnsti annað árið í röð frá upphafi skrán­ingar Amnesty Internati­onal.  

Lönd með flestar aftökur í eftir­far­andi röð: 

  1. Kína 
  2. Íran 
  3. Egypta­land 
  4. Sádi-Arabía 
  5. Sýrland 

Kína er enn það land sem fram­kvæmir flestar aftökur.

  • Engar nákvæmar tölur er þó hægt að finna um aftökur í landinu þar sem þessar upplýs­ingar eru ríkis­leynd­armál. Talið er að þær hlaupi á þúsundum.  

 

Norður-Kórea og Víetnam eru heldur ekki inn í heild­ar­tölu aftaka þar sem ekki er hægt að fá áreið­an­legar upplýs­ingar þaðan. 

  • 108 lönd
    hafa afnumið dauðarefsingu úr hegningarlögum fyrir alla glæpi.

  • 144 lönd
    hafa afnumið dauðarefsingu í lögum eða framkvæmd.

  • 28.670
    fangar dauðadeild.

  • 2.052
    dauðadómar í 56 löndum árið 2021.

579 aftökur í 18 löndum árið 2021 eftir heimshlutum

  • Miðausturlönd og Norður-Afríka
  • Asía og Kyrrahafssvæðið (fyrir utan Kína, Víetnam og N-Kóreu)
  • Norður-og Suður-Ameríka
  • Afríka sunnan Sahara
  • Evrópa og Mið-Asía

Amnesty International: Árleg skýrsla um dauðarefsinguna fyrir árið 2021

Fjöldi aftaka síðustu ár: 

  • 2018: 690 
  • 2019: 657 
  • 2020: 483 
  • 2021: 579 

 

Af 579 einstak­lingum sem teknir voru af lífi voru 24 konur: 

  • 8 í Egyptalandi  
  • 14 í Íran 
  • 1 í Sádi-Arabíu 
  • 1 í Banda­ríkj­unum 

Í lok árs 2021:  

108 lönd hafa afnumið dauðarefs­inguna í lögum fyrir alla glæpi. 

144 lönd hafa afnumið dauðarefs­inguna í lögum eða fram­kvæmd. 

55 lönd halda enn í lög um dauðarefs­inguna. 

Hvíta-Rússland, Japan og Sameinuðu arab­ísku fursta­dæmin hófu aftökur á ný eftir hlé.  

Engar aftökur voru fram­kvæmdar á Indlandi, í Katar og Taívan líkt og árið 2020. 

Fjölgun á aftökum: 

Íran tók a.m.k. 314 einstak­linga af lífi (árið áður a.m.k. 246) sem er mesti fjöldi aftaka frá árinu 2017 eftir að þeim hafði fækkað ár frá ári síðan þá.  

Í Sádi-Arabíu fjölgaði aftökum um 140% úr 27 í 65. 

Jákvæð þróun: 

Síerra Leóne: Lög um afnám dauðarefs­ing­ar­innar fyrir alla glæpi samþykkt í júlí 2021. 

Kasakstan:  Lög um afnám dauðarefs­ing­ar­innar fyrir alla glæpi samþykkt í desember 2021. 

Papúa-Nýja Gínea: Frum­varp um afnám dauðarefs­ing­ar­innar samþykkt í janúar 2022 í kjölfar samráðs innan­lands. 

Malasía: Tilkynnt var um umbætur á lögum um dauðarefs­inguna sem á að leggja fram á  þriðja ársfjórð­ingi ársins 2022. 

 

Dauðadómar

Í eftir­far­andi 19 löndum var mildun á dauða­dómum:  

Bangla­dess, Botsvana, Gvæjana, Indlandi, Indó­nesíu, Íran, Lýðveldinu Kongó, Malasíu, Mjanmar, Pakistan, Síerra Leóne, Suður-Súdan, Taívan, Taílandi, Trínidad og Tóbago, Sameinuðu arab­ísku fursta­dæmunum, Sambíu og Simbabve. 

7 fangar á dauða­deild hreins­aðir af sök: 

  • 1 í Barein 
  • 1 í Kenýa 
  • 2 í Banda­ríkj­unum 
  • 3 í Sambíu 

 

39% fjölgun á dauða­dómum á milli ára: 

  • 2.052 dauða­dómar í 56 löndum árið 2021 
  • 1.477 dauða­dómar í 54 löndum árið 2020 

 

Dauða­dómar í kjölfar ósann­gjarnra rétt­ar­halda voru í: Alsír, Bangla­dess,Egypta­landi, Íran, Jemen, Kamerún, Mjanmar, Nígeríu, Pakistan, Sádi-Arabíu, Sómalíu og Singapúr. 

 Í Eþíópíu, Gvæjana, á Maldíveyjum, í Óman, Tansaníu og Úganda voru dauða­dómar kvaddir upp árið 2021 en ekki árið 2020. 

Í Barein, Kómorur, Laos og Níger voru engir dauða­dómar, ólíkt því sem var árið 2020. 

Í lok árs voru 28.670 fangar á dauða­deild sem vitað er um. 

 

Í níu löndum eru 82% allra fanga á dauða­deild :   

  1. Írak: >8.000 
  2. Pakistan: >3.800 
  3. Nígería: >3.036 
  4. Banda­ríkin: 2.382 
  5. Bangla­dess: >1.800 
  6. Malasía: 1.359 
  7. Víetnam: >1.200 
  8. Alsír: >1.000 
  9. Srí Lanka: >1.000 

Norður-og Suður-Ameríka

11 aftökur –  eingöngu í Banda­ríkj­unum.

13. árið í röð sem engar aftökur eiga sér stað utan Banda­ríkj­anna.

25 dauða­dómar í þremur löndum: 

  • Banda­ríkj­unum 
  • Gvæjana 
  • Trínidad og Tóbago 

Banda­ríkin:  

  • Virg­inía varð 23. ríkið til að afnema dauðarefs­inguna.  
  • Ohio frestaði eða stöðvaði allar aftökur þriðja árið í röð. 
  • Tíma­bundin stöðvun á öllum aftökum á vegum alrík­isins í júlí 2021. 
  • Fæstar aftökur í landinu frá árinu 1988. 

Asía og Kyrrahafssvæðið

819 dauða­dómar í 16 löndum árið 2021. Hækkun um 58% á milli ára (517 árið 2020). 

Aftökur í fimm löndumfjöldi landa hafa ekki verið færri í tvo áratugi. 

  • Bangla­dess
  • Japan 
  • Kína
  • Norður-Kórea
  • Víetnam 

 

Eftir 24 mánaða aftökuhlé voru 3 aftökur fram­kvæmdar í Japan með heng­ingu. 

 

Jákvæð skref: 

Pakistan fram­kvæmdi engar aftökur og bannaði beit­ingu dauðarefs­ing­ar­innar á einstak­lingum sem greindir eru með alvar­legar geðfatlanir. 

Taíland mildaði fleiri dauða­dóma. 

Á Filipps­eyjum minnkuðu líkur á að dauðarefs­ingin væri tekin upp á ný þegar þrír stuðn­ings­að­ilar á þinginu tilkynntu að þeir væru andsnúnir slíku. 

Evrópa og Mið-Asía

Hvíta-Rúss­land: Eina landið á svæðinu sem fram­kvæmir aftökur. 

Jákvæð skref:

  • Kasakstan: Lög samþykkt um að afnema dauðarefs­inguna fyrir alla glæpi. 
  • Armenía: Gerðist aðili að milli­ríkja­samn­ingi um afnám dauðarefs­ing­ar­innar. 
  • Rúss­land og Tadsíkistan héldu áfram með aftökuhlé. 

Mið-Austurlönd og Norður-Afríka

520 aftökur í 7 löndum:  

  • Egyptalandi 
  • Íran 
  • Írak  
  • Jemen 
  • Sádi-Arabíu 
  • Sýrlandi 
  • Sameinuðu arab­ísku fursta­dæmunum 

 

Írak: Aftökum fækkaði um rúmlega helming, úr 45 í 17. Líklega var póli­tískur órói ástæðan  þar sem hann hægði á dómskerfinu. 

Sýrland: Fjölda­af­tökur fóru fram í október þegar 24 einstak­lingar voru teknir af lífi.  

 

834 dauða­dómar í 17 löndum – 32% aukning á milli ára.  

  • Mikil aukning í Egyptalandi, Írak og Líbanon. 
  • Í þessari tölu er Íran ekki meðtalið en þar er einnig talið að mikil aukning hafi átt sér stað.  

 

356 einstak­lingar dæmdir til dauða í Egyptalandi34% aukning og hæsti fjöldi dauða­dóma í einu landi sem Amnesty Internati­onal hafði tölur yfir á heimsvísu á árinu 2021. 

Afríka Sunnan Sahara

33 aftökur í þremur löndum: 

  • Botswana 
  • Sómalíu 
  • Suður-Súdan 

 

373 dauð­dómar í 19 löndum.  

Aukning á dauða­dómum í Lýðveldinu Kongó og Márit­aníu en tölu­verð fækkun í Sambíu 

5.843 dauðafangar þar af 3.036 eða 52% í Nígeríu 

Jákvæð þróun: 

Síerra Leóne: Lög samþykkt um afnám dauðarefs­ing­ar­innar. 

Mið-Afríku­lýð­veldið og Gana hófu ferli í átt að afnámi dauðarefs­ing­ar­innar. 

Tengt efni