Góðar fréttir
28. júní 2019Áfrýjunardómstóll í Bretlandi kvað upp úrskurð nýverið um að ákvörðun breskra stjórnvalda um að leyfa vopnaútflutning til Sádi-Arabíu væri ólögmæt.
„Dómsúrskurðurinn er góð frétt fyrir íbúa Jemen. Sádi-Arabía hefur leitt stríðsátök síðastliðinna fjögurra ára þar sem þúsundir hafa látist í Jemen og heimili, skólar og spítalar hafa verið eyðilagðir í handahófskenndum loftárásum.
Lucy Clarige, yfirmaður deildar um málarekstur hjá Amnesty International.
Mikilvægi rannsókna frjálsra samtaka
Samtökin Campaign Against Arms Trade (CAAT) höfðuðu dómsmál vegna ákvörðunar stjórnvalda um að leyfa vopnasölu til Sádi-Arabíu árið 2016. Amnesty International, Human Rights Watch og Right Watch UK komu inn í dómsmálið í febrúar 2017. Í júlí 2017 úrskurðaði dómstóll að ákvörðun stjórnvalda væru lögmæt en henni var áfrýjað. Ákvörðunin var loks úrskurðuð ólögmæt þann 20. júní síðastliðinn af áfrýjunardómstól.
Eitt af því sem skipti sköpum og leiddi til umræddrar niðurstöðu voru rannsóknir Amnesty International, annarra frjálsra félagasamtaka og Sameinuðu þjóðanna. Að mati dómsins teljast rannsóknirnar áreiðanleg gögn til að meta hættuna sem fylgir áframhaldandi útflutningi vopna til Sádi-Arabíu. Í framhaldinu munu stjórnvöld þurfa að taka þessar rannsóknir til greina þegar ákvörðun er tekin um leyfisveitingu.
Amnesty International, ásamt öðrum frjálsum samtökum, benti á hvernig meta ætti áhættur og sýndi fram á gildi rannsókna frjálsra samtaka.
Viðamiklar og trúverðugar skýrslur, meðal annars skýrsla frá Amnesty International um Jemen, sýna að vopnabúnaður svipaður þeim sem Bretland flytur út, þar á meðal vopn framleidd í Bretlandi, hefur ítrekað verið beitt til að fremja alvarleg brot sem stríða gegn alþjóðlegum mannúðarlögum og teljast mögulega til stríðsglæpa.
Samkvæmt opinberum gögnum hefur Sádi-Arabía ekki rannsakað þessi brot á viðeigandi hátt eða dregið hina ábyrgu til saka. Þar af leiðandi telur Amnesty International að leyfi fyrir áframhaldandi vopnasölu gæti leitt til frekari brota í Jemen og er því andstætt þeim skyldum sem Bretland hefur að gegna samkvæmt lands- og alþjóðalögum.
Nokkur lönd, þar á meðal Holland, Belgía og Grikkland hafa stöðvað vopnasölu, að hluta til eða að öllu leyti til Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Önnur lönd, t.d. Austurríki, Írland, Sviss og Svíþjóð hafa sett strangar reglur um sölu til Sádi-Arabíu. Eftir morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi hafa fleiri lönd tilkynnt um að þau ætli að hætta allri vopnasölu til Sádi-Arabíu, þeirra á meðal eru Þýskaland, Noregur, Finnland og Danmörk.
Fangaðarefni
„Þetta er í fyrsta sinn sem að breskur dómstóll viðurkennir hættuna sem fylgir því að veita Sádi-Arabíu vopnabúnað til að beita í Jemen. Við fögnum þessum úrskurði sem er stórt skref í að hindra frekari blóðsúthellingar.“
Lucy Clarige, yfirmaður deildar um málarekstur hjá Amnesty International.
Íslandsdeild Amnesty International fagnar einnig þessari niðurstöðu eftir að hafa krafið stjórnvöld Bretlands um að stöðva vopnaflutning til Sádi-Arabíu í SMS-aðgerðaneti okkar í nóvember 2018.
Við þökkum öllum kærlega fyrir stuðninginn!
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu