Góðar fréttir

28. júní 2019

Bret­land: Vopna­sala til Sádi-Arabíu ólögmæt

Áfrýj­un­ar­dóm­stóll í Bretlandi kvað upp úrskurð nýverið um að ákvörðun breskra stjórn­valda um að leyfa vopna­út­flutning til Sádi-Arabíu væri ólögmæt.

„Dóms­úrskurð­urinn er góð frétt fyrir íbúa Jemen. Sádi-Arabía hefur leitt stríðs­átök síðast­lið­inna fjög­urra ára þar sem þúsundir hafa látist í Jemen og heimili, skólar og spít­alar hafa verið eyði­lagðir í handa­hófs­kenndum loft­árásum.

Lucy Clarige, yfir­maður deildar um mála­rekstur hjá Amnesty Internati­onal.

 

Mikilvægi rannsókna frjálsra samtaka

Samtökin Campaign Against Arms Trade (CAAT) höfðuðu dómsmál vegna ákvörð­unar stjórn­valda um að leyfa vopna­sölu til Sádi-Arabíu árið 2016. Amnesty Internati­onal, Human Rights Watch og Right Watch UK komu inn í dóms­málið í febrúar 2017. Í júlí 2017 úrskurðaði dómstóll að ákvörðun stjórn­valda væru lögmæt en henni var áfrýjað. Ákvörð­unin var loks úrskurðuð ólögmæt þann 20. júní síðast­liðinn af áfrýj­un­ar­dóm­stól.

Eitt af því sem skipti sköpum og leiddi til umræddrar niður­stöðu voru rann­sóknir Amnesty Internati­onal, annarra frjálsra félaga­sam­taka og Sameinuðu þjóð­anna. Að mati dómsins teljast rann­sókn­irnar áreið­anleg gögn til að meta hættuna sem fylgir áfram­hald­andi útflutn­ingi vopna til Sádi-Arabíu. Í fram­haldinu munu stjórn­völd þurfa að taka þessar rann­sóknir til greina þegar ákvörðun er tekin um leyf­is­veit­ingu.

Amnesty Internati­onal, ásamt öðrum frjálsum samtökum, benti á hvernig meta ætti áhættur og sýndi fram á gildi rann­sókna frjálsra samtaka.

 

Viða­miklar og trúverð­ugar skýrslur, meðal annars skýrsla frá Amnesty Internati­onal um Jemen, sýna að vopna­bún­aður svip­aður þeim sem Bret­land flytur út, þar á meðal vopn fram­leidd í Bretlandi, hefur ítrekað verið beitt til að fremja alvarleg brot sem stríða gegn alþjóð­legum mann­úð­ar­lögum og teljast mögu­lega til stríðs­glæpa.

Samkvæmt opin­berum gögnum hefur Sádi-Arabía ekki rann­sakað þessi brot á viðeig­andi hátt eða dregið hina ábyrgu til saka. Þar af leið­andi telur Amnesty Internati­onal að leyfi fyrir áfram­hald­andi vopna­sölu gæti leitt til frekari brota í Jemen og er því andstætt þeim skyldum sem Bret­land hefur að gegna samkvæmt lands- og alþjóða­lögum.

Nokkur lönd, þar á meðal Holland, Belgía og Grikk­land hafa stöðvað vopna­sölu, að hluta til eða að öllu leyti til Sádi-Arabíu og Sameinuðu arab­ísku fursta­dæm­anna. Önnur lönd, t.d. Aust­ur­ríki, Írland, Sviss og Svíþjóð hafa sett strangar reglur um sölu til Sádi-Arabíu. Eftir morðið á blaða­mann­inum Jamal Khashoggi hafa fleiri lönd tilkynnt um að þau ætli að hætta allri vopna­sölu til Sádi-Arabíu, þeirra á meðal eru Þýska­land, Noregur, Finn­land og Danmörk.

Fangaðarefni

„Þetta er í fyrsta sinn sem að breskur dómstóll viður­kennir hættuna sem fylgir því að veita Sádi-Arabíu vopna­búnað til að beita í Jemen. Við fögnum þessum úrskurði sem er stórt skref í að hindra frekari blóðsút­hell­ingar.“

Lucy Clarige, yfir­maður deildar um mála­rekstur hjá Amnesty Internati­onal.

 

Íslands­deild Amnesty Internati­onal fagnar einnig þessari niður­stöðu eftir að hafa krafið stjórn­völd Bret­lands um að stöðva vopna­flutning til Sádi-Arabíu í SMS-aðgerðaneti okkar í nóvember 2018.

Við þökkum öllum kærlega fyrir stuðn­inginn!

Lestu einnig