SMS

22. nóvember 2018

Jemen: Krefj­umst þess að vopna­flutn­ingur til Sádi-Arabíu og banda­manna þeirra verði stöðv­aður!

Íbúar Jemen upplifa hræði­legar afleið­ingar stríðs­átaka í landinu. Tugir þúsunda hafa látist og særst en yfir 22 millj­ónir eru hjálp­ar­þurfi. Tíðar árásir Sádi-Araba og banda­manna þeirra á sjúkrahús gera hörm­ung­ar­ástandið enn verra og Sameinuðu þjóð­irnar óttast að 14 millj­ónir Jemena lifi í hung­urs­neyð.

Það eru þrjú og hálft ár síðan blóðug átök brutust út í Jemen. Allir aðilar stríðs­átak­anna hafa gerst sekir um brot á alþjóða­lögum en loft­árásir leiddar af Sádi-Aröbum og banda­mönnum þeirra hafa orðið þúsundum að bana. Heimili, skólar, sjúkrahús, vegir og verk­smiðjur hafa verið jöfnuð við jörðu.

Rann­sóknir á vegum Amnesty Internati­onal leiða í ljós alvarleg brot á alþjóða­lögum og fundist hafa sann­anir þess að sprengjur fram­leiddar af Bretum hafi m.a. gjör­eytt verk­smiðjum í landinu. Rann­sókn­irnar sýna einnig fram á að klasa­sprengjur fram­leiddar í Bretlandi hafi verið notaðar en klasa­sprengjur eru bann­aðar samkvæmt alþjóð­legum lögum. Sprengjum fram­leiddar í vest­rænum ríkjum hefur verið varpað á skóla­börn um borð í skóla­bílum. Í sumum tilfellum hefur sprengju­árásum verið beint sérstak­lega að almennum borg­urum eða almenn­ings­stöðum.

Nú þegar hafa ríki á borð við Þýska­land, Holland og Noreg takmarkað sölu vopna til banda­lags Sádi-Arabíu og Sameinuðu arab­ísku fursta­dæm­anna en ríki eins og Banda­ríkin, Bret­land, Spánn og Kanada eru enn að útvega þessum ríkjum vopn án nokk­urra takmark­anna.

SMS-félagar krefjast þess að Bretar stöðvi vopna­flutning til Sádi-Arabíu og banda­manna þeirra, dragi úr þján­ingu almennra borgara og að þeim skila­boðum verði komið til Sádi-Arabíu og banda­manna þeirra að áfram­hald­andi brot á mann­rétt­indum og alþjóða­lögum verði ekki liðin.

Ákall þetta verður sent á bresk yfir­völd.

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér.

Lestu einnig