Fréttir

12. mars 2025

Filipps­eyjar: Hand­taka Duterte gríð­ar­legt skref fyrir rétt­læti

Rodrigo Duterte, fyrr­ver­andi forseti Filipps­eyja, hefur verið hand­tekinn af filipps­eyskum yfir­völdum, í kjölfar hand­töku­skip­unar Alþjóða­saka­mála­dóm­stólsins, fyrir glæpi gegn mannúð sem tengjast „stríði gegn fíkni­efnum“.

Fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal, Agnès Callamard, sagði þetta stór­merki­legt skref í átt að rétt­læti í ljósi þess að Duterte leiddi víðtæka herferð þar sem morð á fólki, þar á meðal á börnum, voru skipu­lögð og samþykkt af ríkinu.

Agnès hvetur ríkis­stjórn Filipps­eyja til að tryggja að fleiri en Duterte verði látnir sæta ábyrgð í fullu samstarfi við Alþjóða­saka­mála­dóm­stólinn. Amnesty Internati­onal hvetur einnig til framsals Duterte til Haag og Filipps­eyjar til að gerast aftur aðilar að Rómarsam­þykkt­inni til að styðja við áfram­hald­andi rann­sóknir. 

„Hand­taka Duterte vegna hand­töku­skip­unar Alþjóða­saka­mála­dóm­stólsins er vonar­ljós fyrir þolendur á Filipps­eyjum og víðar. Hún sýnir að grun­aðir gerendur verstu glæpa, þar á meðal þjóð­ar­leið­togar, geta og munu þurfa að sæta ábyrgð, hvar sem þeir eru staddir í heim­inum. Á tímum þegar of margar ríkis­stjórnir standa ekki við skuld­bind­ingar sínar gagn­vart Alþjóða­saka­mála­dóm­stólnum og aðrar ráðast á eða beita refsi­að­gerðum gegn alþjóð­legum dómstólum, er hand­taka Duterte stór stund sem sýnir áhrif alþjóða­laga.”

Agnès Callamard, Aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal 

Lestu einnig