Eitt af verkefnum Íslandsdeildarinnar er að þrýsta á íslensk stjórnvöld að taka upp hina svokölluðu „kanadísku leið“ í verndun flóttafólks eða að samfélagið gerist bakhjarl flóttafólks (Community Sponsorship) sem gefist hefur vel sérstaklega þegar kemur að aðlögun flóttafólks í nýjum heimkynnum.
Þessi leið hefur einnig verið kynnt til sögunnar í öðrum löndum eins og Írlandi, Belgíu, Bretlandi, Þýskalandi, Nýja-Sjálandi og Argentínu. Þá eru önnur lönd einnig að skoða þessa leið eins og Finnland og Sviss. Kanada var hins vegar fyrst ríkja til að kynna til sögunnar þessa leið til verndar flóttafólki árið 1979 þegar fjöldi fólks flosnaði frá heimilum sínum í kjölfar Víetnamstríðsins. Síðan þá hafa rúmlega 300 þúsund flóttamenn komið til landsins fyrir tilstilli þessarar leiðar.
Það er engin viðurkennd skilgreining á Bakhjörlum flóttafólks en kjarni hugmyndarinnar felur í sér sameiginlega ábyrgð borgaralegs samfélags og ríkisins á aðlögun flóttafólks.
Bakhjarlar flóttafólks er ferli þar sem einstaklingar úr hópi almennra borgara, hópar eða samfélög bjóða fjárhagslega, sálræna og hagnýta aðstoð við móttöku og aðlögun flóttafólks í eigin landi yfir tilgreint tímabil. Bakhjarlar flóttafólks fela í sér eftirfarandi atriði:
Bakhjarlar flóttafólks eru tengdir en aðgreindir frá endurbúsetu. Endurbúseta er ein af þremur alþjóðlega viðurkenndum varanlegum lausnum sem fela í sér flutning flóttamanns frá gistilandi til endurbúsetulands þar sem hann fær varanlega vernd.
Engin ein nálgun hentar öllum bakhjörlum. Áskorunin felur í sér að finna líkan sem passar inn í sérstakt samhengi hvers lands fyrir sig og byggja á lærdómi annarra landa.
Flestar útfærslur Bakhjarla flóttafólks hafa mótast nýlega til að bregðast við ástandinu í Sýrlandi, New York-yfirlýsingunni og Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um málefni flóttafólks (The Global Compact on Refugees). Svo virðist sem ríki fari tvær leiðir við að útfæra Bakhjarla flóttafólks:
Í stað þess að ríkið haldi alfarið utan um endurbúsetu flóttafólksins í eigin landi koma sjálfboðaliðar, einkaaðilar eða samtök, að endurbúsetuferlinu með því að leggja fram fjárhagsaðstoð og annars konar aðstoð við að auðvelda móttöku og aðlögun flóttafólksins að samfélaginu.
Þannig safna bakhjarlar tiltekinni fjárupphæð fyrir t.d. kvótaflóttafjölskyldu, sjá um að finna fjölskyldunni húsnæði, hjálpa henni að finna húsgögn og koma sér fyrir, fóta sig í kerfinu, leita að atvinnu, finna nauðsynleg námskeið, t.d. tungumálanámskeið, skrá sig í þau kerfi á vegum ríkisins sem þarf til að geta sótt nauðsynleg og sjálfsögð réttindi eins og t.d. nám og heilbrigðisþjónustu og almennt að aðstoða flóttafólkið eftir þörfum. Bakhjarlar aðstoða flóttafólkið frá upphafi, taka á móti því á flugvellinum o.s.frv. Byrjað er að undirbúa komu flóttafólksins um ári fyrir komu þess.
Miðað við reynslu og framkvæmd annarra ríkja byggist árangursríkt starf Bakhjarla flóttafólks á stuðningi og náinni samvinnu borgaralegs samfélags og stjórnvalda.
Stjórnvöld: Þrátt fyrir að Bakhjarlar flóttafólks treysti á aukna þátttöku almennra borgara í móttöku flóttafólks gegna stjórnvöld mikilvægu hlutverki við að setja rammann í kringum umrædda móttökuleið, veita eftirlit, ákveða hverjir eru umboðsaðilar Bakhjarla flóttafólks (sjá hér á eftir) o.s.frv.
Sveitarfélög: Sveitarfélög eru mikilvægir aðilar á öllum stigum mótunar, innleiðingar og við að styðja við bakhjarlaleiðina. Á Norðurlöndum gegna sveitarfélögin mikilvægu hlutverki í að veita stuðning við aðlögun flóttafólks . Sveitarfélög búa yfir margra ára reynslu og sérþekkingu á umræddu sviði, sem er afar dýrmætt fyrir bakhjarla að læra af. Helstu skyldur sveitarfélaga eru að vinna með bakhjörlum með því að deila reynslu sinni og þekkingu og taka við stuðningi við flóttafólk þegar bakhjarlatímabili lýkur.
Umboðsaðilar Bakhjarla flóttafólks: Kanada hefur þróað líkan þar sem ríkið semur við traust samtök borgaralegs samfélags til að para saman bakhjarlahópa og flóttafólk sem valið er í gegnum endurbúsetu og veita þjálfun og stuðning bæði fyrir bakhjarla og flóttamenn á bakhjarlatímabilinu. Umboðsaðilar mega einnig vera bakhjarlar sjálfir. Helstu skyldur þeirra eru því að fá tilvísanir frá innflytjendayfirvöldum; velja, þjálfa og aðstoða bakhjarla; para þá við flóttafólk og aðstoða flóttafólk ef samband þess við bakhjarla verður að engu.
Bakhjarlar: Í flestum löndum eru bakhjarlar í góðgerðarsamtökum eða fimm manna hópur eða meira af almennum borgurum sem eru metnir hæfir annaðhvort af umboðsaðilum Bakhjarla flóttafólks eða stjórnvöldum. Einstaklingar í bakhjarlahópum verða að vera til í að skuldbinda sig og vera skipulagðir og þjálfaðir í að aðstoða flóttafólk. Bakhjarlar verða líka að sýna að þeir hafi fjárhagslega burði til að standa straum af kostnaði á styrktartímabilinu. Bakhjarlarnir eru því ábyrgir fyrir að gera nákvæma aðlögunar/búsetuáætlun; sýna fram á fjárhagslega getu; hafa þekkingu á nærþjónustu; sýna að þeir búi yfir færni sem þörf er á hjá bakhjarlahópi (svo sem túlkur, endurskoðandi o.s.frv.) og vera tilbúnir til að vinna með sveitarfélaginu.
Flóttamenn:Í löndum þar sem Bakhjarlar flóttafólks eru við lýði hafa flóttamenn í flestum tilvikum verið valdir af ríkinu í gegnum Flóttamannastofnun SÞ, í ferli sem líkist því þegar kvótaflóttafólk er valið til endurbúsetu hér á landi. Hins vegar hefur Kanada einnig leyft bakhjörlum að útnefna manneskjuna sem þeir vilja styðja, sem í mörgum tilvikum hefur verið notað við fjölskyldusameiningu. Líkt og á við um aðra sem fá endurbúsetu eru flóttamennirnir ábyrgir fyrir því að aðlagast sínu nýja samfélagi, læra tungumálið og taka þátt í aðlögunarverkefnum.
Einkaaðilar: Ekki hefur verið mikið um að fyrirtæki gegni ákveðnu hlutverki í Bakhjörlum flóttafólks. Í Kanada hafa fyrirtæki þó tekið æ meiri þátt sem bakhjarlar og í Þýskalandi virðist sem fyrirtæki hafi stutt við verkefnið á landsvísu. Hins vegar eru mikil tækifæri í því að fá einkafyrirtæki til að gegna ákveðnu hlutverki í Bak-hjörlum flóttafólks. Fyrirtæki geta átt stóran þátt í að bjóða flóttafólki atvinnutækifæri og/eða bjóða fjárhagsaðstoð til bakhjarla, annaðhvort beint eða í gegnum sjóði sem bakhjarlar geta sótt í.
Hagsbætur fyrir ríkið
Hagsbætur fyrir samfélagið
Hagsbætur fyrir bakhjarla
Tengt efni
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu