Hvert er vandamálið?
Ekvador er einn helsti framleiðandi hráolíu á Amazon-svæðinu. Yfirvöld og fyrirtæki í Ekvador ógna Amazon-svæðinu með stefnu sinni, löggjöf og jarðefnavinnslu (aðallega olíu– og námuvinnslu).
Gasbruni er notaður í olíuvinnslu til að brenna jarðgas sem er aukaafurð vinnslunnar. Í Amazon-skóginum í Ekvador eru 447 gasbrunar. Þeir eru um 400°C heitir og brenna allan sólarhringinn, allan ársins hring og hafa brunnið áratugum saman með tilheyrandi umhverfisskaða og heilsutjóni fólks í nágrenninu.
Það er til tækni sem hægt er að nota í staðinn við olíuvinnsluna sem hefur síður neikvæð áhrif á umhverfið og mannréttindi fólks. Þrátt fyrir það hafa olíufyrirtæki ekki sýnt áhuga á að nýta þessa tækni, meðal annars vegna aukins kostnaðar.
Upplýsingagjöf og óþvingað samþykki frumbyggja er ekki tryggð á svæðinu sem hefur haft áhrif á landssvæði þeirra, umhverfi, heilsu, vatnsból og fæðuöflun. Frumbyggjar og aðgerðasinnar í Ekvador eiga einnig á hættu að verða fyrir árásum fyrir baráttu sína fyrir umhverfismálum.
Níu stúlkur frá Amazon-svæðinu fóru í mál við stjórnvöld í Ekvador þar sem þær kröfðust lögbanns á gasbruna á þeim grundvelli að brotið sé á mannréttindum þeirra. Héraðsdómstóll úrskurðaði stúlkunum í hag en þrátt fyrir þennan úrskurð eru enn gasbrunar á svæðinu.
Amnesty International á Ameríkusvæðinu styður baráttu stúlknanna fyrir stöðvun gasbruna í tengslum við olíuvinnslu á Amazon-svæðinu. Öll framlög frá Íslandi renna beint til verkefnisins.
Stuðningurinn felst m.a. í frekari rannsóknum á áhrif gasbruna á heilsu fólks og umhverfið. Einnig verður lögð áhersla á vitundarvakningu og herferðir, innan lands sem utan, til að þrýsta á stjórnvöld í Ekvador.
Brot á réttindum
Enn er verið að brenna gas við olíuvinnslu þrátt fyrir að rannsóknir sýni meðal annars fram á eftirfarandi heilsufarslegan og umhverfislegan skaða:
Mynd: Fengin frá UDAPT
Aðgerðasinnar og frumbyggjar sem vilja vernda umhverfið verða einnig fyrir árásum vegna baráttu sinnar gegn loftslagsvánni víða í Rómönsku-Ameríku. Einstaklingar innan samtakanna UDAPT, sem á í samstarfi við Amnesty International í þessu verkefni, hafa þurft að þola hótanir, áreitni, útskúfun, fúkyrði og líkamsárásir vegna starfa sinna.
UDAPT var stofnað af um 80 samfélögum og sex ættbálkum frumbyggja í norðurhluta Amazon-svæðisins í Ekvador sem hafa orðið fyrir áhrifum frá starfsemi olíufyrirtækisins Chevron-Texaco og glíma við afleiðingar olíumengunar.
Amnesty International lýsti nýverið yfir áhyggjum sínum af rógsherferð yfirvalda gegn framkvæmdastjóra UDAPT vegna starfa hans í þágu málshöfðunar á hendur olíuiðnaðinum.
Ekki verða því birtar myndir af stúlkunum í öryggisskyni.
Mál stúlknanna
Rannsókn sem gerð var árið 2017 sýndi fram á aukna tíðni krabbameins hjá íbúum Amazon-svæðisins í Ekvador sem búa nálægt olíuvinnslustöðvum og gasbrunum.
Á grundvelli þessarar rannsóknar fóru níu stúlkur frá Amazon-svæðinu í mál við stjórnvöld í Ekvador þar sem þær kröfðust lögbanns á gasbruna á þeim grundvelli að brotið sé á réttindum þeirra til vatns, heilsu, fæðu og heilnæms umhverfis og jafnvægis á vistkerfi.
Lögsóknin var studd af samtökunum UDAPT. Beiðninni um lögbann var hafnað en stúlkurnar áfrýjuðu málinu. Að lokum úrskurðaði dómstóll í Sucumbíos-héraði stúlkunum í hag.
Þetta var tímamótasigur þar sem viðurkennt var að Ekvador hefði:
Dómstóllinn dæmdi stúlkunum einnig fullar skaðabætur og gaf þau fyrirmæli að:
Þrátt fyrir þennan úrskurð eru enn gasbrunar í Sucumbíós og Orellana-héruðunum þaðan sem stúlkurnar eru. Samfélög sem finna fyrir áhrifum mengunar frá gasbrunum bíða enn áheyrnar þar sem úrskurðað er um bætur og úrræði, meðal annars fyrir 251 einstakling með krabbamein og áætlun um hvenær skuli slökkva á 447 gasbrunum í viðkomandi samfélögum.
Árið 2022 fóru stúlkurnar með málið fyrir stjórnlagadómstól Ekvador vegna vanefnda á úrskurði. Málið er enn þá í gangi og baráttunni er því ekki lokið.
Verkefni Amnesty International á svæðinu
Markmið Amnesty International er að vekja athygli á áhrifum loftslagsbreytinga á mannréttindi og baráttu fólks sem berst gegn loftslagsbreytingum.
Amnesty International starfar með fjölmörgum hópum í þeim löndum sem finna mest fyrir áhrifum loftslagsbreytinga til þess að auka þrýsting á stjórnvöld og fyrirtæki sem standa sig ekki í þessum málum. Amnesty International styður sérstaklega ungt fólk, frumbyggjasamfélög, verkalýðsfélög og samfélög sem þurfa að glíma við afleiðingar loftslagsbreytinga.
Amnesty International á Ameríkusvæðinu stendur fyrir stóru verkefni næstu árin sem styður stúlkurnar níu, í samstarfi við UDAPT, þar sem baráttan þeirra tengist þessum markmiðum Amnesty International.
Markmið verkefnisins:
Að stuðla að því hætt verði að nota gasbruna í jarðefnavinnslu á Amazon-svæðinu í samræmi við úrskurð í máli stúlknanna, til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda, brjóta ekki á mannréttindum íbúa svæðisins og draga úr umhverfislegum áhrifum á viðkvæm vistkerfi.
Hvernig verður markmiðunum náð?
Hvað getur þú gert?
Veldu styrktarupphæð hér að ofan og greiðsluleið. Íslandsdeildin sér svo um senda framlögin og þau renna öll óskert í verkefnið í þágu stúlknanna.
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu