Það er grundvallarréttur fólks að fá að ákveða hvort eða hvenær það vill eignast börn og vernda sig gegn smiti og heilsuleysi. Stjórnvöldum ber ekki einungis skylda til að vernda þessi réttindi heldur einnig að sjá til þess að fólk geti notið þeirra með aðgengi að getnaðarvörnum og fræðslu um notkun þeirra.
Kjarni vandans
Samkvæmt áætlunum frá Sameinuðu þjóðunum hefur þorri ungs fólks víðs vegar í heiminum ekki aðgang að alhliða kynheilbrigðisþjónustu og kynfræðslu sem er nauðsynleg til að geta lifað heilbrigðu lífi.
Einkum er ungum konum og stúlkum neitað um frelsi til að taka ákvarðanir um líf sitt er varðar kynlíf og frjósemi og hafa ekki aðgang að grunnfræðslu og heilbrigðisþjónustu til að viðhalda heilsu sinni. Ástæðan fyrir því eru gloppur í lögum og reglugerðum og beitingu og framkvæmd laga er ábótavant. Að auki spila inn í félagsleg og menningarleg tabú, kynjamismunun og landfræðilegar og fjárhagslegar hindranir.
Skömmin sem fylgir málefnum kyn- og frjósemisréttinda kemur í veg fyrir opna umræðu með þeim afleiðingum að teknar eru óupplýstar ákvarðanir sem hugsanlega geta verið áhættusamar. Opin umræða um kynlíf er oft talin óviðeigandi, sérstaklega í hefðbundnum og íhaldssömum samfélögum og fólk skammast sín fyrir ræða þessi mál. Skortur á umræðum og upplýsingum kemur í veg fyrir að fólk geti tekið stjórn á lífi sínu og fengið upplýsingar og stuðning til að gæta kyn- og frjósemisréttinda sinna.
Takmarkanir á kyn- og frjósemisréttindum koma meira niður á konum og stúlkum. Ungar konur og táningsstúlkur úr hópum sem eiga undir högg að sækja finna mest fyrir takmörkunum vegna mismununar. Þær eiga erfiðast með að sækja sér upplýsingar og þjónustu er varða kynlíf og frjósemi. Veikindi á meðgöngu eru helsta dánarorsök unglingsstúlkna á aldrinum 15-19 ára í heiminum.
Kröfur Amnesty International
Allir eiga rétt á aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu, ráðgjöf, upplýsingum og fræðslu er varða kyn- og frjósemisréttindi. Ef lög, stefnumótun og aðrar hindranir koma í veg fyrir slíkt verður að ryðja þeim úr vegi. Tryggja þarf að einstaklingar hafi aðgang að réttum upplýsingum og aðgengi að getnaðarvörnum.
Amnesty International telur mikilvægt að fræða börn um kynlíf í skólum. Alvarlegar afleiðingar af því að fá ekki fullnægjandi kynfræðslu eru sýnilegar. Áætlað er að fjöldi ungmenna smitist af HIV-veirunni á hverjum degi. Rannsóknir sýna að vönduð kynfræðsla leiðir til ábyrgrar kynhegðunar, meðal annars seinkar ungt fólk því að byrja að stunda kynlíf þar til því finnst það vera betur undirbúið.
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu