Yfirlýsing

25. júní 2019

Tilkynning stjórnar vegna laga um kynrænt sjálfræði

Íslands­deild Amnesty Internati­onal fagnar löngu tíma­bærum lögum um kynrænt sjálfræði sem samþykkt voru á Alþingi í dag. Lögin eru gríð­ar­lega mikil­vægt skref í átt að koma Íslandi í fremstu röð í málefnum hinsegin fólks og að tryggja rétt þess bæði í lögum og fram­kvæmd.

Íslands­deild Amnesty Internati­onal fagnar samvinn­unni sem hún átti við hags­muna­hópa sem og þeim tæki­færum sem gáfust til að eiga samtal við íslensk stjórn­völd. Hátt í 7000 einstak­lingar skrifuðu undir ákall deild­ar­innar um verndun mann­rétt­inda intersex barna á Íslandi og var þeim undir­skriftum komið til alls­herjar- og mennta­mála­nefndar Alþingis sem hafði frum­varpið um kynrænt sjálfræði til umfjöll­unar.

Lögin afnema úreltar kröfur um laga­lega kynskrán­ingu og tryggja kynrænt sjálfræði fyrir trans fólk þar sem horfið hefur verið frá því að krefjast geðgrein­ingar á svoköll­uðum „kynátt­un­ar­vanda“ til að fá laga­lega viður­kenn­ingu á kyni.

Lögunum er ætlað að standa vörð um rétt einstak­linga til líkam­legrar frið­helgi en Íslands­deild Amnesty Internati­onal harmar að skrefið hafi ekki verið stigið til fulls þar sem í lögunum er ekki að finna ákvæði sem kemur í veg fyrir ónauð­syn­legar, óaft­ur­kræfar og inngrips­miklar aðgerðar á börnum sem fæðast með ódæmi­gerð líffræðileg kynein­kenni. Það verður ekki litið fram hjá því að lögin skortir gríð­ar­lega mikil­væga vernd fyrir börn sem fæðast með ódæmi­gerð líffræðileg kynein­kenniog falla ekki undir staðl­aðar kynja­hug­myndir. Þar til að löggjafinn verndar þessi börn gegn ónauð­syn­legum og óaft­ur­kræfum læknainn­gripum kunna þau að sæta mismunun þar sem þau eru látin gangast undir skurð­aða­gerðir eða horm­óna­með­ferðir í þeim tilgangi að normalísera líkama þeirra.

Fyrir­heit eru um að tillögur að nýrri löggjöf verði lagðar fram innan árs og gefur það okkur von um að íslensk stjórn­völd nýti þann tíma til að tryggja raun­veru­lega mann­rétt­inda­vernd fyrir börn með ódæmi­gerð kynein­kenni.

Íslands­deild Amnesty Internati­onal mun halda áfram að þrýsta á stjórn­völd til að krefjast þess að börn sem fæðast með ódæmi­gerð kynein­kenni njóti mann­rétt­inda og að borin sé full virðing fyrir líkam­legri frið­helgi þeirra og sjálfs­ákvörð­un­ar­rétti.

 

Stjórn Íslands­deildar Amnesty Internati­onal

Lestu einnig