Góðar fréttir
8. október 2019Yfirvöld á Kýpur leyfðu Ahmed H, sýrlenskum karlmanni sem var ranglega sakfelldur í Ungverjalandi vegna misbeitingar á hryðjuverkalögum, að sameinast fjölskyldu sinni á ný í lok september.
Í ágúst 2015 yfirgaf Ahmed heimili sitt á Kýpur til að aðstoða aldraða foreldra sína og sex aðra fjölskyldmeðlimi við að flýja Sýrland í leit að öruggu skjóli í Evrópu.
Mánuði síðar voru þau föst, ásamt fjölda flóttafólks, við ungversku landamærin að Serbíu eftir að lögreglan setti þar upp girðingu. Fólk reyndi að komast yfir girðinguna og þá beitti ungverska lögreglan táragasi og öflugum vatnsbyssum sem varð til þess að tugir einstaklinga slösuðust.
Ahmed var handtekinn og ungverskur dómstóll sakfelldi hann fyrir að „valda ógn“ út frá verulega óljósum hryðjuverkalögum og dæmdi hann í 10 ára fangelsi. Síðar var dómurinn mildaður í sjö ár og að lokum í fimm ár. Amnesty International telur að ekki hafi verið fótur fyrir beitingu hryðjuverkalaga og sakfellingu Ahmeds.
Rúmlega 24 þúsund einstaklingar tóku þátt í herferð Amnesty International #BringAhmedHome til að kalla eftir því að Kýpur leyfði honum að snúa aftur heim.
„Eftir fjögur löng ár aðskilinn frá fjölskyldu sinni fékk Ahmed loks að sameinast henni á ný, rétt fyrir 10 ára afmæli dóttur sinnar.“
Hann hefði aldrei átt að vera saksóttur og enn síður sakfelldur. Það er hneyksli að ungversk yfirvöld hafi haldið honum frá eiginkonu sinni og börnum allan þennan tíma. Kýpur brást rétt við og nú fögnum við að fjölskyldan sé sameinuð á ný,“
segir Giorgos Kosmopoulos, framkvæmdastjóri Amnesty International í Grikklandi.
Íslandsdeild Amnesty International vakti athygli á málinu árið 2017 eftir að hann var dæmdur í 10 ára fangelsi og safnaði undirskriftum til stuðnings máli hans. Við fögnum því að hann sé kominn á ný í faðm fjölskyldu sinnar.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu