Góðar fréttir
23. október 2019Í gær, þann 22. október 2019, var hætt við allar málsóknir vegna þungunarrofs. Bresk stjórnvöld eru skyldug að tryggja að reglugerð fyrir öruggt þungunarurof verði tilbúin 31. mars 2020. Það þýðir að felldar verða niður allar ákærur gegn móður sem stóð frammi fyrir fangelsisvist fyrir að kaupa lyf til þungunarrofs handa 15 ára dóttur sinni.
„Þetta eru mikilvæg tímamót og byrjun á nýju tímabili fyrir Norður-Írland, þar sem við erum frjáls undan kúgandi lögum sem beinast gegn líkama okkar og heilbrigðisþjónustu. Nú þarf ekki að fela þungunarrof þegar það er lífsnauðsynlegt. Fólk getur fengið stuðning frá læknum, ljósmæðrum og öðru heilbrigðisstarfsfólki án ótta við að vera tilkynnt til lögreglu eða ákært,“
Grainne Teggart herferðarstjóri Amnesty International fyrir Norður-Írland.
Þó ekki sé ætlast til að heimilislæknar skrifi lyfseðla fyrir lyfjum til þungunarrofs snemma á meðgöngu þá geta þeir gert það ef talin er þörf á. Snemma á næsta ári verður þjónusta fyrir þungunarrof í boði á Norður-Írlandi. Þangað til verður kostnaður vegna ferðalaga fyrir þungunarrof greiddur af breskum stjórnvöldum.
„Loksins er farið með þungunarrof sem heilbrigðismál og ákvörðun tekin í samráði við lækni í stað þess að vera lögreglu- og dómsmál. Heilbrigðisstarfsfólk getur nú veitt konum heilbrigðisþjónustu án ótta við málsókn,“
Sara Ewart, sem þurfti að ferðast úr landi fyrir þungunarrof eftir að fóstur sem hún gekk með var greint ólífvænlegt.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu