Góðar fréttir
23. maí 2019Tveir blaðamenn Reuters í Myanmar, Wa Lone og Kyaw Soe Oo, voru leystir úr haldi án skilyrða þann 7. maí eftir náðun forseta landsins.
Þeir höfðu þá afplánað rúmlega 500 daga af sjö ára dómi. Þeir fengu frelsi sitt aðeins tveimur vikum eftir að hæstiréttur hafnaði áfrýjun þeirra. Blaðamennirnir voru að rannsaka fjöldamorð á tíu Róhingjum af hálfu öryggissveita Myanmar þegar þeir voru handteknir í desember 2017. Síðar voru sjö hermenn fundnir sekir í herrétti fyrir morðin.
„Ég vil þakka öllum þeim sem hjálpuðu okkur í fangelsinu og þeim sem kölluðu eftir lausn okkar víðsvegar að úr heiminum. Ég get ekki beðið eftir því að fara aftur á fréttastofuna.“
Wa Lone, annar blaðamannanna, fyrir utan fangelsið við fréttafólk þegar hann var leystur úr haldi.
Amnesty International
Amnesty International kallar eftir því að sakfelling Wa Lone og Kyaw Soe Oo, verði dregin til baka og sakaskrá þeirra hreinsuð þar sem aldrei hefði átt að handtaka þá eða setja í fangelsi. Amnesty International hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi og fundafrelsi í landinu og mun halda áfram að kalla eftir lausn samviskufanga og afnámi þessara harðneskjulegu laga.
„Ákvörðun stjórnvalda er fagnaðarefni en samt sem áður eru enn í gildi harðneskjuleg lög í landinu sem er beitt gegn aðgerðasinnum, fréttafólki og gagnrýnendum stjórnvalda. Þar til þessi lög hafa verið afnumin á fréttafólk og aðgerðasinnar stöðugt hættu á handtöku og varðhaldi.“
Nicholas Bequelin, framkvæmdastjóri svæðisskrifstofu Austur-og suðaustur-Asíu, Amnesty International.
Við þökkum kærlega fyrir allan stuðninginn!
SMS-félagar Amnesty International kölluðu eftir lausn Wa Lone og Kyaw Soe Oo sumarið 2018.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu