Fréttir

1. desember 2023

Lofts­lags­ráð­stefna COP28 og mann­rétt­indi

Lofts­lags­ráð­stefna Sameinuðu þjóð­anna, COP28, fer fram dagana 30. nóvember til 12. desember í Sameinuðu arab­ísku fursta­dæmunum. Þar koma saman 198 ríki og aðilar til að takast á við lofts­lags­vandann. Staða mann­rétt­inda í Sameinuðu arab­ísku fursta­dæmunum verður einnig í sviðs­ljósinu þar sem hún getur haft áhrif á hvernig ráðstefnan gengur. 

Spurningar og svör

Hvað þarf að vita um lofts­lags­ráð­stefnuna? 

Á lofts­lags­ráð­stefn­unni COP21 í París árið 2015 samþykktu ríki að takmarka hnatt­ræna hlýnun með því að halda hækkun hita­stigs innan við 1,5 gráðu (frá upphafi iðnbylt­ing­ar­innar) til að afstýra verstu hörm­ungum lofts­lags­breyt­inga. Nú þegar hefur hlýn­unin náð 1,4 gráðum. Eins og staðan er núna má gera ráð fyrir hækkun hita­stigs verði 2,8 gráður árið 2100 samkvæmt milli­ríkja­nefnd Sameinuðu þjóð­anna um lofts­lags­breyt­inga (IPCC). Þessi hækkun mun hafa hörmuleg áhrif á líf millj­arða fólks og lífríki jarðar. Magn gróður­húsaloft­tegunda sem valda hlýnun í andrúms­loftinu er nú þegar með hæsta móti og fer aðeins hækk­andi. Helsti orsaka­vald­urinn er fram­leiðsla og bruni á jarð­efna­eldsneytis.  

Sögu­lega hafa lofts­lags­breyt­ingar áður átt sér stað. Hver er vandinn? 

Á heimsvísu fer hitastig hækk­andi á hraða sem á sér ekki fordæmi. Síðustu átta ár eru þau allra heit­ustu sem hafa verið skráð. Hitinn veldur í auknum mæli miklum öfgum í veðurfari, uppskeru­bresti og skaðar lífríki, búfé og lífs­við­ur­væri fólks. Hita­bylgjur, þurrkar, gróð­ureldar og mikið úrkomu­magn eru æ algengari. Hægfara ferli eins bráðnun jökla og heim­skautaíss og hækkun yfir­borðs sjávar hefur verið að aukast. 

Hvaða máli skipta mann­rétt­indi í tengslum við lofts­lags­breyt­inga? 

Réttur til hreins, heil­næms og sjálf­bærs umhverfis er réttur okkar allra. Lofts­lags­breyt­ingar ógna þessum rétti. Þurrkar og uppskeru­brestir auka hungur í heim­inum. Matar­skortur veldur aukinni samkeppni um auðlindir og getur ýtt undir átök og fólks­flutn­inga.  

Sjálfbær samfélög, eins og frum­byggja­sam­félög, sem nota minnst jarð­efna­eldsneytis eru oft þau samfélög sem verða verst úti þar sem hækk­andi sjáv­ar­borð og veðuröfgar hafa áhrif á lífsaf­komu þeirra og ógnar rétti þeirra til heilsu, lífs, matar og mennt­unar.  

Hnattræn hlýnun hefur áhrif á fleiri rétt­indi. Aukin loft­mengun hefur áhrif á alla jarð­arbúa óháð stöðu og moskítóflugur sem bera með sér sjúk­dóma dreifa sér víðar. Mikill hiti veldur auknum dauðs­föllum hjá viðkvæmum hópum eins og á öldrunar-og hjúkr­un­ar­heim­ilum og hjá fólki sem þarf að vinna úti í hitanum.  

Hvað er hægt að gera? 

Mikil­vægt er að á lofts­lags­ráð­stefn­unni COP28 verði samþykkt að tryggja fjár­magn og draga úr notkun jarð­efna­eldsneytis með hröðum og sann­gjörnum hætti til að vernda mann­rétt­indi.   

Mörg ríki eru nú þegar byrjuð að fjár­festa í orku­skiptum en þörf er á enn frekari aðgerðum til að tryggja sjálf­bæra orku á heimsvísu. Stefnu­breyt­ingar þar sem fjár­magn er sett í orku­skipti, meng­un­ar­valdar eru látnir borga og orku­skipti gerð að skyldu geta haft mælanleg áhrif á losun.  

Fjöldi dóms­mála á hendur ríkja og fyrir­tækja er í gangi í heim­inum sem sýnir að hægt er að draga þessa aðila til ábyrgðar í gegnum dómstóla. Amnesty Internati­onal hefur aðkomu að nokkrum slíkum málum 

Lofts­lags­bar­áttan hefur einnig skilað árangri og sýnir að þrýst­ingur grasrót­ar­hreyf­inga getur dregið úr fjár­fest­ingum í jarð­efna­eldsneyti.  

Hvað með mann­rétt­indi í Sameinuðu arab­ísku fursta­dæmunum sem hýsa ráðstefnuna? 

Hræðileg staða mann­rétt­inda í Sameinuðu arab­ísku fursta­dæmunum getur haft áhrif á það hvort árangur náist á ráðstefn­unni. Þar í landi eru takmark­anir á tján­ingar-og funda­frelsi. 

Mál Ahmed Mansoor frá Sameinuðu arab­ísku fursta­dæmunum er lýsandi dæmi um það. Mál hans er eitt af tíu málum í okkar árlegri herferð, Þitt nafn bjargar lífi. Hann var dæmdur í tíu ára fang­elsi árið 2018 fyrir að vekja athygli stöðu mann­rétt­inda þar í landi.

Skrifaðu undir málið hér.

Saga Ahmed Mansoor frá Sameinuðu arab­ísku fursta­dæmunum.

Getur staða mann­rétt­inda þar í landi haft áhrif á velgengni ráðstefn­unnar? 

Skerð­ingar á frelsi til tján­ingar og mögu­leiki á staf­rænum njósnum og eftir­liti eru áhyggju­efni. 

Lofts­lags­ráð­stefnan þarf að vera vett­vangur fyrir tján­ingar- og funda­frelsi. Frum­byggjar og aðrir aðilar sem finna einna mest fyrir áhrifum lofts­lags­breyt­ing­anna verða geta tjáð sig með opnum hætti án ótta. 

Þátt­tak­endur frá Sameinuðu arab­ísku fursta­dæmunum og öðrum löndum eiga að geta gagn­rýnt ríki, leið­toga, fyrir­tæki og stefnur Sameinuðu arab­ísku fursta­dæm­anna og annarra ríkja og tekið þátt í stefnu­mótun án ógnana. 

Eru Sameinuðu arab­ísku fursta­dæmin ekki stór­fram­leið­andi jarð­efna­eldsneytis? 

Sameinuðu arab­ísku fursta­dæmin eru einn af tíu stærstu fram­leið­endum jarð­efna­eldsneytis og mótfallin hröðum orku­skiptum. Olíu­iðn­að­urinn hagnast gífur­lega í þágu fárra ríkja og aðila innan fyrir­tækja sem eiga síðan hags­muna að gæta gegn hröðum orku­skiptum og í því að þagga niður í lofts­lags­bar­áttu­fólki. 

Fund­ar­stjóri er Sultan Al Jaber. Hann er fram­kvæmda­stjóri ríkis­fyr­ir­tæk­isins ADNOC sem fram­leiðir olíu og gas. Fyrir­tækið hefur verið að auka fram­leiðslu jarð­efna­eldsneytis. Amnesty Internati­onal hefur bent á þessa hags­muna­árekstra og kallað eftir því að hann segði upp störfum hjá fyrir­tækinu. Slíkir árekstrar geta hindrað að árangur náist á ráðstefn­unni og eru til marks um þau áhrif sem hags­mun­ar­að­ilar olíu hafa á ríki og lofts­lags­ráð­stefnuna.  

Hvenig eiga ríki sem skortir úrræði að ná mark­miðum um að draga úr losun? 

Mörg ríki skortir úrræði til að takast á við lofts­lags­vandann. Ríkari löndum ber skylda samkvæmt mann­rétt­inda­lögum og París­ar­sam­komu­laginu frá árinu 2015 að styðja þessi ríki.  

Ríkari lönd, sem bera einnig mestu ábyrgðina á losun gróð­ur­húsaloft­teg­unda í gegnum tíðina, lofuðu árið 2009 að veita 100 millj­arða dollara fjár­magn, ekki seinna en árið 2020, til að styðja við „þróun­ar­lönd“ að draga úr losun og aðlagast lofts­lags­breyt­ingum. Enn hafa þau ekki staðið við þessa skuld­bind­ingu. Það er mikil­vægt að standa við þær skuld­bind­ingar sem gerðar hafa verið og setja meira  fjár­magn í félags­vernd og aðlögun vegna loft­lags­breyt­inga til að vernda rétt­indi fólks.  

Á síðasta ári var samþykkt á lofts­lags­ráð­stefn­unni COP27 að stofna sjóð sem er ætlaður til að bæta þann skaða sem lofts­lags­breyt­ingar valda. Mark­miðið er að ráðstefnan í ár semji um umsjón og rekstur sjóðsins.  

Ríkari lönd geta einnig sem lánar­drottnar og vegna áhrifa sinna á Alþjóða­bankann afnumið eða lækkað skuldir til flýta fyrir sann­gjörnum orku­skiptum á heimsvísu.

Lestu einnig