Fréttir
1. desember 2023Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP28, fer fram dagana 30. nóvember til 12. desember í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Þar koma saman 198 ríki og aðilar til að takast á við loftslagsvandann. Staða mannréttinda í Sameinuðu arabísku furstadæmunum verður einnig í sviðsljósinu þar sem hún getur haft áhrif á hvernig ráðstefnan gengur.
Spurningar og svör
Hvað þarf að vita um loftslagsráðstefnuna?
Á loftslagsráðstefnunni COP21 í París árið 2015 samþykktu ríki að takmarka hnattræna hlýnun með því að halda hækkun hitastigs innan við 1,5 gráðu (frá upphafi iðnbyltingarinnar) til að afstýra verstu hörmungum loftslagsbreytinga. Nú þegar hefur hlýnunin náð 1,4 gráðum. Eins og staðan er núna má gera ráð fyrir hækkun hitastigs verði 2,8 gráður árið 2100 samkvæmt milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytinga (IPCC). Þessi hækkun mun hafa hörmuleg áhrif á líf milljarða fólks og lífríki jarðar. Magn gróðurhúsalofttegunda sem valda hlýnun í andrúmsloftinu er nú þegar með hæsta móti og fer aðeins hækkandi. Helsti orsakavaldurinn er framleiðsla og bruni á jarðefnaeldsneytis.
Sögulega hafa loftslagsbreytingar áður átt sér stað. Hver er vandinn?
Á heimsvísu fer hitastig hækkandi á hraða sem á sér ekki fordæmi. Síðustu átta ár eru þau allra heitustu sem hafa verið skráð. Hitinn veldur í auknum mæli miklum öfgum í veðurfari, uppskerubresti og skaðar lífríki, búfé og lífsviðurværi fólks. Hitabylgjur, þurrkar, gróðureldar og mikið úrkomumagn eru æ algengari. Hægfara ferli eins bráðnun jökla og heimskautaíss og hækkun yfirborðs sjávar hefur verið að aukast.
Hvaða máli skipta mannréttindi í tengslum við loftslagsbreytinga?
Réttur til hreins, heilnæms og sjálfbærs umhverfis er réttur okkar allra. Loftslagsbreytingar ógna þessum rétti. Þurrkar og uppskerubrestir auka hungur í heiminum. Matarskortur veldur aukinni samkeppni um auðlindir og getur ýtt undir átök og fólksflutninga.
Sjálfbær samfélög, eins og frumbyggjasamfélög, sem nota minnst jarðefnaeldsneytis eru oft þau samfélög sem verða verst úti þar sem hækkandi sjávarborð og veðuröfgar hafa áhrif á lífsafkomu þeirra og ógnar rétti þeirra til heilsu, lífs, matar og menntunar.
Hnattræn hlýnun hefur áhrif á fleiri réttindi. Aukin loftmengun hefur áhrif á alla jarðarbúa óháð stöðu og moskítóflugur sem bera með sér sjúkdóma dreifa sér víðar. Mikill hiti veldur auknum dauðsföllum hjá viðkvæmum hópum eins og á öldrunar-og hjúkrunarheimilum og hjá fólki sem þarf að vinna úti í hitanum.
Hvað er hægt að gera?
Mikilvægt er að á loftslagsráðstefnunni COP28 verði samþykkt að tryggja fjármagn og draga úr notkun jarðefnaeldsneytis með hröðum og sanngjörnum hætti til að vernda mannréttindi.
Mörg ríki eru nú þegar byrjuð að fjárfesta í orkuskiptum en þörf er á enn frekari aðgerðum til að tryggja sjálfbæra orku á heimsvísu. Stefnubreytingar þar sem fjármagn er sett í orkuskipti, mengunarvaldar eru látnir borga og orkuskipti gerð að skyldu geta haft mælanleg áhrif á losun.
Fjöldi dómsmála á hendur ríkja og fyrirtækja er í gangi í heiminum sem sýnir að hægt er að draga þessa aðila til ábyrgðar í gegnum dómstóla. Amnesty International hefur aðkomu að nokkrum slíkum málum.
Loftslagsbaráttan hefur einnig skilað árangri og sýnir að þrýstingur grasrótarhreyfinga getur dregið úr fjárfestingum í jarðefnaeldsneyti.
Hvað með mannréttindi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum sem hýsa ráðstefnuna?
Hræðileg staða mannréttinda í Sameinuðu arabísku furstadæmunum getur haft áhrif á það hvort árangur náist á ráðstefnunni. Þar í landi eru takmarkanir á tjáningar-og fundafrelsi.
Mál Ahmed Mansoor frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum er lýsandi dæmi um það. Mál hans er eitt af tíu málum í okkar árlegri herferð, Þitt nafn bjargar lífi. Hann var dæmdur í tíu ára fangelsi árið 2018 fyrir að vekja athygli stöðu mannréttinda þar í landi.
Saga Ahmed Mansoor frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Getur staða mannréttinda þar í landi haft áhrif á velgengni ráðstefnunnar?
Skerðingar á frelsi til tjáningar og möguleiki á stafrænum njósnum og eftirliti eru áhyggjuefni.
Loftslagsráðstefnan þarf að vera vettvangur fyrir tjáningar- og fundafrelsi. Frumbyggjar og aðrir aðilar sem finna einna mest fyrir áhrifum loftslagsbreytinganna verða geta tjáð sig með opnum hætti án ótta.
Þátttakendur frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum og öðrum löndum eiga að geta gagnrýnt ríki, leiðtoga, fyrirtæki og stefnur Sameinuðu arabísku furstadæmanna og annarra ríkja og tekið þátt í stefnumótun án ógnana.
Eru Sameinuðu arabísku furstadæmin ekki stórframleiðandi jarðefnaeldsneytis?
Sameinuðu arabísku furstadæmin eru einn af tíu stærstu framleiðendum jarðefnaeldsneytis og mótfallin hröðum orkuskiptum. Olíuiðnaðurinn hagnast gífurlega í þágu fárra ríkja og aðila innan fyrirtækja sem eiga síðan hagsmuna að gæta gegn hröðum orkuskiptum og í því að þagga niður í loftslagsbaráttufólki.
Fundarstjóri er Sultan Al Jaber. Hann er framkvæmdastjóri ríkisfyrirtækisins ADNOC sem framleiðir olíu og gas. Fyrirtækið hefur verið að auka framleiðslu jarðefnaeldsneytis. Amnesty International hefur bent á þessa hagsmunaárekstra og kallað eftir því að hann segði upp störfum hjá fyrirtækinu. Slíkir árekstrar geta hindrað að árangur náist á ráðstefnunni og eru til marks um þau áhrif sem hagsmunaraðilar olíu hafa á ríki og loftslagsráðstefnuna.
Hvenig eiga ríki sem skortir úrræði að ná markmiðum um að draga úr losun?
Mörg ríki skortir úrræði til að takast á við loftslagsvandann. Ríkari löndum ber skylda samkvæmt mannréttindalögum og Parísarsamkomulaginu frá árinu 2015 að styðja þessi ríki.
Ríkari lönd, sem bera einnig mestu ábyrgðina á losun gróðurhúsalofttegunda í gegnum tíðina, lofuðu árið 2009 að veita 100 milljarða dollara fjármagn, ekki seinna en árið 2020, til að styðja við „þróunarlönd“ að draga úr losun og aðlagast loftslagsbreytingum. Enn hafa þau ekki staðið við þessa skuldbindingu. Það er mikilvægt að standa við þær skuldbindingar sem gerðar hafa verið og setja meira fjármagn í félagsvernd og aðlögun vegna loftlagsbreytinga til að vernda réttindi fólks.
Á síðasta ári var samþykkt á loftslagsráðstefnunni COP27 að stofna sjóð sem er ætlaður til að bæta þann skaða sem loftslagsbreytingar valda. Markmiðið er að ráðstefnan í ár semji um umsjón og rekstur sjóðsins.
Ríkari lönd geta einnig sem lánardrottnar og vegna áhrifa sinna á Alþjóðabankann afnumið eða lækkað skuldir til flýta fyrir sanngjörnum orkuskiptum á heimsvísu.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu