SMS

18. desember 2018

Google: Kjósa hagnað í Kína í stað mann­rétt­inda

Árið 2010 lofaði fyrir­tækið Google, sem rekur stærstu leit­arvél heims, að styðja ekki við ritskoðun kínverskra yfir­valda á inter­netinu. Í ágúst 2018 var því hins vegar ljóstrað upp að Google hyggðist ekki standa við loforð sitt.

Google hefur unnið að hinu leyni­lega verk­efni Dragonfly en í því felst að hleypa leit­ar­vél­inni aftur af stokk­unum í Kína – jafnvel þó að það feli í sér samvinnu við kínversk stjórn­völd sem ritskoða netið þar í landi og hafa virkt eftirlit með því.

Kínverskum Google-notendum verður meinað að hafa aðgang að vefsíðum eins og Wikipedia og Face­book. Þá verða leit­arorð eins og „mann­rétt­indi“ bönnuð. Kínversk yfir­völd munu jafnvel geta njósnað um notendur Google í Kína en hafa ber í huga að þau senda fólk reglu­lega í fang­elsi fyrir það eitt að deila skoð­unum sínum á netinu.

Mikil ólga hefur verið innan Google vegna þessara áforma og hefur djúp gjá myndast á milli starfs­manna fyrir­tæk­isins sem eru hrifnir af þróun leit­ar­vélar fyrir Kína og þeirra sem eru andvígir henni. Strax í upphafi kröfðust 1.400 starfs­menn þess í bréfi að fá frekari upplýs­ingar um verk­efnið og hafa 530 starfs­menn undir­ritað bréfið og lýst yfir andstöðu við áformin.

Með Dragonfly-verk­efninu er ljóst að Google er viljugt til að skipta mann­rétt­indum út fyrir hagnað í Kína. Með fordæmi sem þessu má spyrja hvort það sama geti ekki líka gerst í öðrum löndum.

Sýndu samstöðu með starfs­mönnum Google sem hafa mótmælt verk­efninu og segðu forstjór­anum Sundar Pichai að falla frá Dragonfly-verk­efninu áður en það fer í gang!

#Drop­Dragonfly

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér.

Lestu einnig