Góðar fréttir

20. ágúst 2019

El Salvador: Sýknun Evelyn Hernández sigur fyrir mann­rétt­indi

Evelyn Hernández var sýknuð fyrir rétti þann 19. ágúst og er það sigur fyrir mann­rétt­indi. Hún var 21 árs þegar neyð­ar­tilvik á heimili Evelyn þann 6. apríl 2016 leiddi til fóst­ur­missis hennar. Starfs­fólk á vakt tilkynnti Evelyn Hernández til lögreglu þegar hún kom á sjúkrahús til aðhlynn­ingar.

Hún var hand­tekin, þá réttað yfir henni og hún dæmd í 30 ára fang­elsi fyrir morð. Árið 2018 var úrskurð­urinn ógiltur af æðri dómstóli sem fyrir­skipaði ný rétt­ar­höld.

„Þetta er afger­andi sigur fyrir rétt­indi kvenna í El Salvador. Þetta stað­festir enn og aftur að engin kona ætti að vera ásökuð um morð vegna neyð­ar­til­viks á meðgöngu. Nú í ljósi sýknun Evelyn kallar Amnesty Internati­onal eftir því að El Salvador bindi enda á svívirði­legar aðferðir sem mismuna og glæpa­væða konur í eitt skipti fyrir öll með því að afnema þessi harð­neskju­legu lög gegn þung­un­ar­rofi í landinu,“

segir Erika Guevara-Rosas, fram­kvæmda­stjóri  málefna Ameríku hjá Amnesty Internati­onal.

 

Þung­un­arrof er ólög­legt í öllum tilvikum í El Salvador. Konur sem lenda í neyð­ar­til­vikum á meðgöngu hafa í mörgum tilfellum verið sakfelldar fyrir brot á þessum lögum.

Samkvæmt samstarf­sam­tökum Amnesty Internati­onal í El Salvador eru að minnsta kosti 19 konur enn í haldi eða ákærðar fyrir brot á þessum lögum.

Lestu einnig