Skýrslur

21. apríl 2021

Dauðarefs­ingin: Árleg skýrsla Amnesty Internati­onal 2020

Samkvæmt árlegri skýrslu Amnesty Internati­onal um dauðarefs­inguna kom kórónu­veirufar­ald­urinn ekki í veg fyrir aftökur í 18 löndum árið 2020. Þrátt fyrir fækkun á heimsvísu voru nokkur lönd sem beittu dauðarefs­ing­unni og fjölguðu jafnvel aftökum á sama tíma og heim­urinn einbeitti sér að því að vernda fólk gegn skæðri veiru.

Dauðarefs­ingin 2020:

  • Egypta­land þrefaldaði fjölda aftaka frá árinu 2019
  • Kína beitti dauðarefs­ing­unni fyrir brot á sótt­vörnum
  • Fyrrum Banda­ríkja­stjórn tók 10 einstak­linga af lífi á sex mánuðum árið 2020
  • Lægsti fjöldi aftaka á heimsvísu síðasta áratug þriðja árið í röð

Dauðarefsingin á tímum kórónuveirufaraldursins

Egypta­land þrefaldaði aftökur miðað við árið áður. Kína tilkynnti að dauðarefs­ing­unni yrði beitt gegn brotum á sótt­varn­ar­reglum og er vitað um einn karl­mann sem var dæmdur til dauða og tekinn af lífi í kjöl­farið. Ríkis­stjórn Trumps hóf á ný aftökur á föngum í fang­elsum á vegum alrík­isins í Banda­ríkj­unum eftir 17 ára hlé og tók af lífi tíu einstak­linga á innan við hálfu ári. Indland, Óman, Katar og Taívan hófu einnig aftökur á ný.

Takmark­anir í kórónu­veirufar­aldr­inum skerti lögfræði­lega aðstoð og réttinn til sann­gjarnra rétt­ar­halda í nokkrum löndum, þar á meðal í Banda­ríkj­unum þar sem verj­endur sögðust ekki geta unnið mikil­væga rann­sókn­ar­vinnu eða hitt skjól­stæð­inga sína í eigin persónu.

„Dauðarefs­ingin er grimmileg refsing og aftökur í miðjum heims­far­aldri sýnir enn frekar hversu grimmileg hún er. Að berjast gegn aftöku er erfitt á venju­legum tímum en fangar á dauða­deild áttu erfitt með að fá lögfræði­lega aðstoð á staðnum og þeir lögfræð­ingar sem voru tilbúnir til þess þurftu óhjá­kvæmi­lega að setja heilsu sína í hættu. Beiting dauðarefs­ing­ar­innar við þessar aðstæður er einstak­lega svívirðileg árás á mann­rétt­indi.“

Agnès Callamard aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal.

Flestar aftökur í fimm löndum

Kína er undan­skilið í tölum Amnesty Internati­onal um fjölda aftaka á heimsvísu þar sem fjölda aftaka og dauða­dóma er haldið leyndum á þeim forsendum að upplýs­ing­arnar séu ríkis­leynd­armál. Kína trónir þó enn og aftur á toppnum með flestar aftökur í heim­inum þar sem áætlað er að þær séu í þúsunda tali. Næst á eftir koma Íran (+246), Egypta­land (+107), Írak (+45) og Sádi-Arabía (+27) en í þessum fjórum löndum voru 88% af öllum stað­festum aftökum í heim­inum árið 2020.

Egypta­land þrefaldaði fjölda aftaka á milli ára og er með þriðja mesta fjöldann árið 2020. Að minnsta kosti 23 fangar sem voru teknir af lífi voru dæmdir til dauða fyrir póli­tískt ofbeldi í kjölfar veru­legra ósann­gjarnra rétt­ar­halda og þving­aðra „játn­inga“ auk annarra mann­rétt­inda­brota. Flestar aftökur fóru fram í október og nóvember þegar egypsk stjórn­völd tóku af lífi að minnsta kosti 57 einstak­linga, 53 karl­menn og fjórar konur.

Í Íran hefur fjöldi aftaka farið lækk­andi á milli ára þó að dauðarefs­ing­unni sé beitt í auknum mæli sem póli­tísku vopni gegn gagn­rýn­endum ríkis­stjórn­ar­innar, mótmæl­endum og minni­hluta­hópum þrátt fyrir að það brjóti gegn alþjóð­legum lögum.

Samkvæmt alþjóða­lögum og stöðlum er bannað að beita dauðarefs­ing­unni fyrir glæpi sem tengjast ekki morði af yfir­lögðu ráði. Enn og aftur var brotið gegn þessum alþjóða­lögum í Asíu og á Kyrra­hafs­svæðinu.

Dauðarefs­ing­unni var beitt fyrir brot í tengslum við vímu­efni í Kína, Indó­nesía, Laos, Malasíu, Singapúr, Sri Lanka, Tælandi og Víetnam, fyrir spill­ingu í Kína og Víetnam og fyrir guðlast í Pakistan.

 

Banda­ríkin voru eina landið í Norður- og Suður-Ameríku sem fram­kvæmdi aftökur árið 2020. Fyrsta aftakan á vegum alrík­isins í 17 ár fór fram í júlí 2020 undir ríkis­stjórn Trumps. Að auki fóru fram aftökur í fimm fylkjum Banda­ríkj­anna.

Lægsti fjölda aftaka í áratug

Árið 2020 fóru fram að minnsta kosti 483 aftökur í heim­inum (fyrir utan lönd sem telja þessar upplýs­ingar vera ríkis­leynd­armál eða skortur er á upplýs­ingum, í Kína, Norður-Kóreu, Sýrlandi og Víetnam). Þetta er lægsti fjöldi aftaka sem skráður hefur verið af Amnesty Internati­onal í áratug.

Þetta er 26% fækkun frá árinu 2019 og 70% fækkun frá árinu 2015 þegar fjöldinn var með hæsta móti, samtals 1.634 aftökur.

Samkvæmt skýrslu Amnesty Internati­onal má fækk­unina rekja til fækk­unar aftaka í nokkrum löndum og frest­unar á aftökum vegna kórónu­veirufar­ald­ursins.

Í Sádi-Arabíu fækkaði fjölda aftaka um 85%, úr 184 árið 2019 niður í 27 árið 2020. Í Írak fækkaði þeim um rúman helming en þær voru 100 árið 2019 og 45 árið 2020.

Engar aftökur fóru fram í Barein, Hvíta-Rússlandi, Japan, Pakistan, Singapúr og Súdan eins og árið 2019.

Fjöldi dauða­dóma, sem voru 1.477 talsins árið 2020, fækkaði einnig um 36% á heimsvísu frá árinu 2019. Fækkun var í 30 af 54 löndum sem vitað er að hafa kveðið upp  dauða­dóma á árinu 2020. Það virðist tengjast töfum á máls­með­ferð í tengslum við kórónu­veirufar­ald­urinn.

Þó voru nokkrar undan­tekn­ingar þar á. Í Indó­nesíu fjölgaði dauða­dómum um 46% á milli ára, úr 80 í 117. Í Sambíu voru kveðnir upp 119 dauða­dómar sem voru 18 fleiri en árið á undan og mesti fjöldinn í Afríku sunnan Sahara.

Afnám dauðarefsingarinnar

Í apríl 2021 hafa 108 lönd afnumið dauðarefs­inguna fyrir alla glæpi og 144 lönd hafa afnumið hana í lögum eða fram­kvæmd. Í Tjad og Colorado-fylki í Banda­ríkj­unum var dauðarefs­ingin afnumin á árinu 2020. Kasakstan skuld­batt sig einnig til að afnema dauðarefs­inguna og Barbados afnam endan­lega lögboðna dauðarefs­ingu.

„Þrátt fyrir að sumar ríkis­stjórnir héldu áfram að beita dauðarefs­ing­unni var heild­ar­myndin fyrir 2020 jákvæð. Heims­byggðin er enn nær því að þessi grimmi­lega, ómann­úð­lega og niður­lægj­andi refsing heyri sögunni til. Nú styðja 123 ríki heims, sem hafa aldrei verið fleiri, ákall Sameinuðu þjóð­anna um að stöðva aftökur. Þrýst­ing­urinn á ríki að fylgja í kjöl­farið hefur aldrei verið meiri. Virg­iníu-fylki í Banda­ríkj­unum var það fyrsta af Suður­ríkj­unum til að afnema dauðarefs­inguna og á Banda­ríkja­þingi eru nokkur frum­vörp um að afnema dauðarefs­inguna á vegum alrík­isins. Amnesty Internati­onal kallar eftir því að Banda­ríkja­þing styðji löggjöf um að afnema dauðarefs­inguna“

Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal

Amnesty Internati­onal kallar eftir því að öll lönd sem ekki hafa afnumið dauðarefs­inguna beiti sér fyrir því árið 2021. Barátta samtak­anna heldur áfram þar til dauðarefs­ingin er afnumin um heim allan, í eitt skipti fyrir öll.

Lestu einnig