Góðar fréttir
4. mars 2016Ráðuneyti dómsmála, mannréttinda og borgaralegra réttinda í Búrkína Fasó hefur staðfest skuldbindingu stjórnvalda til að uppræta og koma í veg fyrir þvinguð og snemmbær hjónabönd þar í landi. Yfirvöld skoða nú löggjöfina er varðar einstaklinga og fjölskyldur og stefna á að hækka hjúskaparaldur stúlkna í 18 ár. Ráðuneytið hyggst einnig tryggja að ákvæði verði sett um þvinguð hjónabönd í hegninarlög Búrkína Fasó.
Það er ljóst þessi sigur er tilkominn vegna þrýstings aðgerðasinna í gegnum Bréfamaraþon Amnesty International þar sem í fréttatilkynningunni segir að ráðuneytið hafi fengið bréf og tölvupósta alls staðar að úr heiminum þar sem þrýst er á að binda enda á barnabrúðkaup.
Vel gert hjá öllum þeim sem tóku þátt! Munum að hver undirskrift skiptir máli og höldum áfram að grípa til aðgerða og beita yfirvöld þrýstingi þar til að lög sem banna barnabrúðkaup verða endurskoðuð, þróuð og innleidd af fullum krafti.
Bestu þakkir til allra sem gripu til aðgerða á Bréfamaraþoni Amnesty International. Við erum þegar farin að sjá árangur átaksins!
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu