Góðar fréttir

9. júlí 2019

Botsvana: Afglæpa­væðing samkyn­hneigðar

Amnesty Internati­onal fagnar úrskurði hæsta­réttar í Botsvana í júní síðast­liðnum um afglæpa­væð­ingu samkyn­hneigðra sambanda og er það sigur fyrir jafn­rétti og frelsi til að fá að elska.

Botsvana er nýleg­asta dæmið um afglæpa­væð­ingu á samböndum samkyn­hneigðra í Afríku. Önnur lönd í Afríku hafa einnig gert slíkt hið sama. Angóla breytti lögum í janúar 2019, Seychelles-eyjar í júní 2016, Mósambík í júní 2015 og Saó Tóme og Prinsípe og Lesótó árið 2012.

Enn eru 29 lönd í Afríku sem banna sambönd samkyn­hneigðra í lögum, þar á meðal er Kenía en lög sem banna kynlíf samkyn­hneigðra var stað­fest í hæsta­rétti þar í landi í maí 2019.

Amnesty Internati­onal kallar eftir því að önnur lönd í Afríku fylgi fordæmi Botsvana.

Samtök samkyn­hneigðra í Botsvana fóru með málið fyrir dómstóla til að fá skorið úr um hvort refsilög sem banna „ónátt­úrleg brot“ og „ósið­samleg athæfi“ samrýmdust stjórn­ar­skránni. Þessi lög, sem eru arfleifð frá nýlendu­tím­anum, bönnuðu kynferð­is­legar athafnir milli full­orð­inna einstak­linga af sama kyni og sköpuðu umhverfi þar sem mismunun, áreitni og ofbeldi gegn einstak­lingum sem taldir voru samkyn­hneigðir voru látin viðgangast.

„Úrskurður dómstólsins sendir afger­andi skilaboð um að ekki megi mismuna einstak­lingum eða áreita þá fyrir kynhneigð sína né gera þá að glæpa­mönnum. Botsvana hefur með úrskurð­inum hafnað umburð­ar­leysi og hatri en samþykkt von og jafn­rétti fyrir alla,“

Muleya Mwan­anay­anda, yfir­maður deildar Amnesty Internati­onal um Suður­hluta Afríku

 

Alltof lengi hefur samkyn­hneigðum einstak­lingum í samböndum í Botsvana verið mismunað í lögum sem eiga að vera þeim til verndar. Þessi dóms­úrskurður markar ný spenn­andi tímamót fyrir umburð­ar­lyndi og ætti að vera hvatning fyrir önnur ríki innan Afríku að fylgja eftir.

„Það er gleði­legt að fólk í Botsvana er ekki lengur gert að glæpa­mönnum fyrir það eitt að vera það sjálft eða hvern það elskar. Yfir­völd verða að innleiða þennan úrskurð án tafar.“

Muleya Mwan­anay­anda, yfir­maður deildar Amnesty Internati­onal um Suður­hluta Afríku.

Lestu einnig