Góðar fréttir
9. júlí 2019Amnesty International fagnar úrskurði hæstaréttar í Botsvana í júní síðastliðnum um afglæpavæðingu samkynhneigðra sambanda og er það sigur fyrir jafnrétti og frelsi til að fá að elska.
Botsvana er nýlegasta dæmið um afglæpavæðingu á samböndum samkynhneigðra í Afríku. Önnur lönd í Afríku hafa einnig gert slíkt hið sama. Angóla breytti lögum í janúar 2019, Seychelles-eyjar í júní 2016, Mósambík í júní 2015 og Saó Tóme og Prinsípe og Lesótó árið 2012.
Enn eru 29 lönd í Afríku sem banna sambönd samkynhneigðra í lögum, þar á meðal er Kenía en lög sem banna kynlíf samkynhneigðra var staðfest í hæstarétti þar í landi í maí 2019.
Amnesty International kallar eftir því að önnur lönd í Afríku fylgi fordæmi Botsvana.
Samtök samkynhneigðra í Botsvana fóru með málið fyrir dómstóla til að fá skorið úr um hvort refsilög sem banna „ónáttúrleg brot“ og „ósiðsamleg athæfi“ samrýmdust stjórnarskránni. Þessi lög, sem eru arfleifð frá nýlendutímanum, bönnuðu kynferðislegar athafnir milli fullorðinna einstaklinga af sama kyni og sköpuðu umhverfi þar sem mismunun, áreitni og ofbeldi gegn einstaklingum sem taldir voru samkynhneigðir voru látin viðgangast.
„Úrskurður dómstólsins sendir afgerandi skilaboð um að ekki megi mismuna einstaklingum eða áreita þá fyrir kynhneigð sína né gera þá að glæpamönnum. Botsvana hefur með úrskurðinum hafnað umburðarleysi og hatri en samþykkt von og jafnrétti fyrir alla,“
Muleya Mwananayanda, yfirmaður deildar Amnesty International um Suðurhluta Afríku
Alltof lengi hefur samkynhneigðum einstaklingum í samböndum í Botsvana verið mismunað í lögum sem eiga að vera þeim til verndar. Þessi dómsúrskurður markar ný spennandi tímamót fyrir umburðarlyndi og ætti að vera hvatning fyrir önnur ríki innan Afríku að fylgja eftir.
„Það er gleðilegt að fólk í Botsvana er ekki lengur gert að glæpamönnum fyrir það eitt að vera það sjálft eða hvern það elskar. Yfirvöld verða að innleiða þennan úrskurð án tafar.“
Muleya Mwananayanda, yfirmaður deildar Amnesty International um Suðurhluta Afríku.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu