Góðar fréttir

29. mars 2019

Sádi-Arabía: Þrjár baráttu­konur leystar úr haldi

Þrjár baráttu­konur fyrir mann­rétt­indum voru nýverið leystar úr haldi í Sádi-Arabíu. Þær leiddu baráttu fyrir rétt­indum kvenna til að keyra, til að binda enda á mismunun gegn konum og forræði karl­manna yfir konum.

„Það eru gleðifréttir að Iman al-Najfan, Aziza al-Yousef and Ruqayyah al-Mhareb hafi verið leystar úr haldi og geti farið aftur heim til ástvina sinna eftir 10 mánaða þrekraun og pynd­ingar í varð­haldi af geðþótta. Þetta skref er löngu tíma­bært þar sem þessar konur áttu aldrei til að byrja með að vera í fang­elsi og augljós­lega á lausn þeirra ekki að vera tíma­bundin,“ segir Lynn Maalouf, fram­kvæmda­stjóri rann­sókna­deildar Amnesty Internati­onal fyrir Miðaust­ur­lönd.

„Þær hafa verið á bak við lás og slá, aðskildar frá ástvinum sínum og þurft að þola pynd­ingar og hótanir fyrir það eitt að krefjast rétt­inda fyrir konur á frið­sam­legan hátt og tjá skoð­anir sínar. Amnesty Internati­onal kallar eftir því að yfir­völd í Sádi-Arabíu felli niður allar ákærur gegn þeim og leysi úr haldi allar baráttu­konur fyrir mann­rétt­indum án tafar og skil­yrð­is­laust. Yfir­völd þurfa einnig að tryggja óháða og sjálf­stæða rann­sókn vegna ásakana þeirra um pynd­ingar og tryggja rétt þeirra til skaða­bóta fyrir geðþótta­hand­töku og önnur mann­rétt­inda­brot,“ segir Lynn Maaoluf að lokum.

Íslands­deild Amnesty Internati­onal tók mál þeirra fyrir í SMS-aðgerðanetinu þar sem 820 einstak­lingar svöruðu ákallinu um að stöðva herferð stjórn­valda gegn mann­rétt­inda­sinnum, þar á meðal þessum baráttu­konum. Ungl­iða­hreyf­ingin safnaði einnig 326 undir­skriftum í tveimur aðgerðum sumarið 2018.

Lestu einnig