Góðar fréttir
29. mars 2019Þrjár baráttukonur fyrir mannréttindum voru nýverið leystar úr haldi í Sádi-Arabíu. Þær leiddu baráttu fyrir réttindum kvenna til að keyra, til að binda enda á mismunun gegn konum og forræði karlmanna yfir konum.
„Það eru gleðifréttir að Iman al-Najfan, Aziza al-Yousef and Ruqayyah al-Mhareb hafi verið leystar úr haldi og geti farið aftur heim til ástvina sinna eftir 10 mánaða þrekraun og pyndingar í varðhaldi af geðþótta. Þetta skref er löngu tímabært þar sem þessar konur áttu aldrei til að byrja með að vera í fangelsi og augljóslega á lausn þeirra ekki að vera tímabundin,“ segir Lynn Maalouf, framkvæmdastjóri rannsóknadeildar Amnesty International fyrir Miðausturlönd.
„Þær hafa verið á bak við lás og slá, aðskildar frá ástvinum sínum og þurft að þola pyndingar og hótanir fyrir það eitt að krefjast réttinda fyrir konur á friðsamlegan hátt og tjá skoðanir sínar. Amnesty International kallar eftir því að yfirvöld í Sádi-Arabíu felli niður allar ákærur gegn þeim og leysi úr haldi allar baráttukonur fyrir mannréttindum án tafar og skilyrðislaust. Yfirvöld þurfa einnig að tryggja óháða og sjálfstæða rannsókn vegna ásakana þeirra um pyndingar og tryggja rétt þeirra til skaðabóta fyrir geðþóttahandtöku og önnur mannréttindabrot,“ segir Lynn Maaoluf að lokum.
Íslandsdeild Amnesty International tók mál þeirra fyrir í SMS-aðgerðanetinu þar sem 820 einstaklingar svöruðu ákallinu um að stöðva herferð stjórnvalda gegn mannréttindasinnum, þar á meðal þessum baráttukonum. Ungliðahreyfingin safnaði einnig 326 undirskriftum í tveimur aðgerðum sumarið 2018.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu