SMS
21. október 2024Harðnandi átök í Mið-Austurlöndum hafa haft gífurleg áhrif á líf óbreyttra borgara. Rúmt ár er liðið frá árásinni 7. október og frá því að loftárásir Ísraela á Gaza hófust. Ísraelsk stjórnvöld hafa nú einnig beint sjónum sínum í auknum mæli að Líbanon með árásum þar.
Rannsókn Amnesty International á Gaza hefur leitt í ljós að vopn framleidd í Bandaríkjunum hafa verið notuð í ólögmætum árásum þar sem palestínskir borgarar hafa verið drepnir.
Bandaríkin halda þó áfram vopnaflutningi að verðmæti milljarða dollara til ísraelskra yfirvalda, þrátt fyrir sannanir þess efnis að vopnin séu notuð til að fremja stríðsglæpi.
SMS-félagar Íslandsdeildar Amnesty International krefjast þess að forseti Bandaríkjanna bjargi mannslífum með því að stöðva vopnaflutninga til ísraelskra yfirvalda og kalla eftir tafarlausu og varanlegu vopnahléi.
Skráðu þig í SMS-aðgerðanetið hér.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu